Tómatar eru rándýrir á Íslandi og meira að segja dýrari en á Grænlandi

Samkvæmt lífskjaravefnum Numbeo er tómatar á Íslandi 16-20% dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum Norðurlandanna. Og miklu dýrari en í flestum stærstu borgum Evrópulandanna. Eina undantekningin er Zürich í Sviss og Nuuk á Grænlandi. En það eru skýringar á þessu sem bæta ekki stöðu Íslands. Virðisaukinn er miklu hærri á Grænlandi og tómatarnir því í raun ódýrari en á Íslandi. Og í Sviss eru launin miklu hærri.

Verð á tómötum er því enn eitt dæmið um okrið á Íslandi.

Samkvæmt Numbeo kostar kíló af tómötum að meðaltali 656 krónur í Reykjavík. Í Nuuk á Grænlandi kostar kílóið 683 krónur, 3,8% meira en í Reykjavík. Það eru ekki ræktaðir tómatar á Grænlandi. Þeir eru fluttir inn frá Danmörku, ekki beint styðstu leið. En þó flutningsleiðin sé meira en helmingi lengri og þó að íbúar Íslands séu næstum sjö sinnum fleiri og markaðurinn því stærri og ætti að bjóða upp á meira hagræði, þá munar ekki meiru á verði tómata.

Og þetta er staðan þrátt fyrir að tómatar beri 11% virðisaukaskatt á Íslandi en 25% á Grænlandi. Verðið fyrir skatt er því 591 kr. á Íslandi en 546 kr. á Grænlandi. Íslensku tómatarnir eru því í reynd 8,1% dýrari en á Grænlandi. Fyrir því eru auðvitað engin eðlileg rök. Auðvitað ættu tómatar að vera miklu dýrari í Nuuk en í Reykjavík. Íslenskir framleiðendur, stórkaupmenn og matvælakeðjur okra einfaldlega á neytendum. Það er gert innan fákeppni þar sem hver sættir sig við sína markaðshlutdeild fremur en að efna til verðsamkeppni. Fyrirtækin vernda stöðu sína með því að vernda stöðu allra hinna. Og neytendur borga brúsann.
En virðisaukaskatturinn skýrir ekki að kíló af tómötum kostar að meðaltali 684 kr. í Zürich í Sviss. Almennur virðisauki er aðeins 7,7% í Sviss og ekki nema 2,5% á matvæli. Svissneska ríkið og kantónurnar byggja rekstur sinn fremur á beinum sköttum en virðisauka.

Fyrir skatta er tómaturinn í Sviss því í reynd 12,9% dýrari en í Reykjavík. Stærsti hluti skýringarinnar er að laun eru miklu hærri í Sviss en í Reykjavík.

Hérlendis eru lágmarkslaun 368 þús. kr. á mánuði og er þá miðað við tæpa 168 tíma á mánuði. Lágmarkslaun í Zürich eru 23,90 frankar eða 3.589 íslenskra króna og þá tæplega 603 þús. kr. á mánuði. Launin eru því 64% hærri laun en á Íslandi. Og munar verkafólkinu þá ekki mikið um þó tómaturinn sé 13% dýrari.

Íslenskt verkafólk á lágmarkslaunum er tæpar 18 mínútur að vinna fyrir kílói af tómötum en verkafólkið í Sviss aðeins rúmar 11 mínútur. Kaupmáttur í Sviss á mælikvarða tómata er því 36% betri þrátt fyrir að tómatarnir séu 13% dýrari.

Hér má sjá kort sem sýnir verð á kílói af tómötum í löndum Evrópu. Undir því er tafla sem tilgreinir borgirnar þaðan sem tómatverðið var sótt, verðið á kílói af tómötum og svo hversu ódýrara eða dýrara það er en í Reykjavík.

LandBorgVerð á 1 kg.
af tómötum
Mismunur
m.v. Reykjavík
SvissZürich684 kr.-4,0%
GrænlandNuuk683 kr.-3,8%
ÍslandReykjavík656 kr.0,0%
DanmörkKaupmannahöfn567 kr.15,8%
FrakklandParís563 kr.16,5%
NoregurOsló557 kr.17,9%
LúxemborgLúxemborg554 kr.18,5%
SvíþjóðStokkhólmur548 kr.19,7%
FinlandHelsinki547 kr..20,0%
SlóvakíaBratislava535 kr.22,7%
LiechtensteinVaduz532 kr.23,4%
ÍrlandDublin530 kr.23,9%
AusturríkiVín515 kr.27,5%
TékklandPrag514 kr.27,8%
UngverjalandBudapest512 kr.28,2%
MonakóMonaco509 kr.29,1%
FæreyjarÞórshöfn507 kr.29,5%
MaltaValletta488 kr.34,5%
AndorraAndorra la Vella484 kr.35,5%
EnglandLondon483 kr.36,0%
PóllandVarsjá481 kr.36,4%
ÞýskalandBerlín461 kr.42,3%
SlóveníaLjubljana440 kr.49,3%
HollandAmsterdam409 kr.60,5%
LitháenVilnius407 kr.61,5%
SkotlandEdinborg397 kr.65,3%
BelgíaBrussel390 kr.68,5%
ÍtalíaRóm383 kr.71,5%
KýpurNicosia365 kr.79,8%
LettlandRiga365 kr.80,1%
EistlandTallinn360 kr.82,5%
KróatíaZagreb358 kr.83,2%
RússlandMoskva355 kr.85,0%
SerbíaBelgrade328 kr.100,1%
BelarússMinsk322 kr.104,1%
BúlgaríaSofia321 kr.104,8%
SpánnMadrid314 kr.109,2%
SvartfjallalandPodgorica310 kr.111,5%
PortúgalLissabon309 kr.112,1%
RúmeníaBúkarest294 kr.123,6%
ÚkraínaKyiv288 kr.127,8%
GrikklandAþena277 kr.137,1%
MoldóvaChișinău268 kr.144,8%
GeorgíaTbilisi260 kr.153,0%
Norður-MakedóníaSkopje256 kr.156,1%
Bosnía og HersegóvínaSarajevo240 kr.173,7%
AlbaníaTirana211 kr.210,4%
KósóvóPristina171 kr.284,5%
TyrklandIstanbúl123 kr.431,7%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí