Bensín hvergi dýrara en á Íslandi – nema í Hong Kong þar sem bensín er selt á svörtum markaði

Bensín er hvergi dýrara í heiminum en Hong Kong þar sem stefna stjórnvalda er að hefta bílaumferð sem mest. Enda ráða göturnar í þröngbýlinu varla við þá umferð sem fyrir er. Bensín er því skipulega skattlagt til að draga úr bílaumferð. Og ekki bara bensínið heldur eru innflutningsgjöld svimandi, skráningargjöld óvenju há og rándýrt að leggja bílum.

Bensínið er svo dýrt að bensínsmygl er vaxandi neðanjarðarstarfsemi í Hong Kong. Lögreglan lokar nokkrum ólöglegum bensínsölum í hverjum mánuði, enda stafar mikil eldhætta af því þegar fólk selur bensín upp úr bölum og tunnum í kjöllurum og vöruhúsum.

Þetta er næsti bær við Ísland. Það er aðeins í Hong Kong sem bensínið er dýrara en á Íslandi. Og ástæðan er ekki há bensíngjöld, þau eru víða há. Ástæðan fyrir háu bensínverði á Íslandi er sú sama og ástæðan fyrir háu vöruverði almennt. Hér eru allir markaðir fákeppnismarkaðir þar sem yfirleitt þrjú fyrirtæki skipta með sér markaðnum og gæta þess að efna aldrei til verðsamkeppni sem gæti raskað markaðnum.

Fákeppni er lögmál kapítalismans. Þegar þú skilur fyrirtæki eftir á markaði án eftirlits eða takmarkana þá leiðir það til þess að stærri fyrirtækin kaupa burt samkeppni frá hinum smærri þar til að eftir sitja tvö eða fleiri fyrirtæki sem drottna yfir markaðnum. Þau gætu viljað kaupa upp hvort annað og þar með mögulega samkeppni og ráðið verðinu einhliða. En þau þurfa þess ekki vegna þess að fyrirtæki eru fljót að aðlagast fákeppninni. Ef þrjú fyrirtæki skipta með sér markaði og verðleggja öll vöru sína og þjónustu á miklu yfirverði hefur ekkert þeirra hag af því að leggja út í verðsamkeppni. Þótt fyrirtæki geti þannig aukið markaðshlutdeild sína þá leiðir verðlækkunin til þess að það fær minni arð af stærri hlutdeild. Þess vegna sofnar samkeppnin á fákeppnismarkaði. Fyrirtækin sammælast um að draga hámarks fé upp úr samfélaginu, af einstaklingum og öðrum fyrirtækjum, en láta hvort annað í friði. Það þarf ekki að funda um þetta í Öskjuhlíð. Þetta gerist nánast sjálfkrafa vegna þess að fákeppnin liggur í eðli kapítalismans.

Sameiginlegir hagsmunir fyrirtækja á fákeppnismarkaði eru síðan að koma í veg fyrir samkeppni frá nýjum fyrirtækjum. Samtök fyrirtækja eru því ætíð tilbúin að taka á sig ýmsar kvaðir ef þær draga úr líkum á að ný fyrirtæki verði til. Samtök fákeppnisfyrirtækja vinna því gegn því sem kallað er frjáls samkeppni. Þau þrýsta á stjórnvöld til að gera innkomu fyrirtækja á markaði sem erfiðasta. Það er því ekki ríkið í sjálfu sér sem þvælist fyrir litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja hefja rekstur, heldur er það ríki sem þjónar fákeppnisfyrirtækjunum sem hegðar sér með þessum hætti.

Viðskipti eins og hér er lýst eru ekki það sem auðvaldssinnar vilja halda fram að sé eðli kapítalismans. Þeir halda því fram að eðli kapítalismans sé samkeppni sem skili almenningi lægsta verði, bestri vöru og akkúrat þeirri þjónustu sem neytandinn vill. En þetta er ekki eðli kapítalismans. Hann leiðir þvert á móti ætíð til fákeppni og einokunar, beygir markaðinn undir þarfir auðsins sem nýtir hann til að innheimta einskonar rentu af almenningi og fyrirtækjum. Þannig eru olíufélögin á Íslandi. Þau sannmælast um að draga til sín eins mikið fé og mögulegt er upp úr samfélaginu, leggja einskonar auðvaldsskatt á hvern seldan bensínlítra.

Þetta hefur verið kallað rentu-kapítalismi þar sem fyrirtækin vilja helst festa almenning í einskonar áskrift, svipað og fjarskiptafyrirtæki, tryggingarfélög og bankar gera. En gjaldtaka fyrirtæki í verslun og vörusölu er ekki svo ólík. Fólk þarf bensín og fyrirtækin sannmælast um að skattleggja almenning fyrir notkunina. Og það sama á við um mat, húsnæði og allar nauðsynjar.

Og stjórnvöld sem segjast vilja styðja atvinnulífið eru í reynd að styðja þessa tegund kapítalisma. Sem dregur niður samkeppni, hindrar stofnun nýrra fyrirtækja og okrar á almenningi.

Og þótt að ástandið á Íslandi sé sérstaklega slæmt þá er þetta raunveruleiki allra landa. Í stærstu löndum hefur samkeppni kannski einhver áhrif, en víðast hefur samruni fyrirtækja verið látinn afskiptalaus svo örfá fyrirtæki skipta með sér markaðnum samkvæmt sáttmála fákeppninnar.

Aðstaða fyrirtækjanna til að ráða verðinu á fákeppnismarkaði byggir upp gríðarlegan auð og völd. Við þekkjum þetta á Íslandi þar sem Skeljungur og Olíufélagið urðu stórveldi og mikilvægir hlutar af valdamiklum auðhringjum. Og þessi fyrirtæki skila enn af sér miklum hagnaði sem eigendur nýta sér.

Hér að neðan má sjá kort sem sýnir bensínverð um allan heim. Upplýsingarnar eru fengnar af vef GlobalPetrolPrices, sem safnar saman upplýsingum um bensínverð um allan heim. Undir er svo tafla sem sýnir verð á lítra eftir löndum, kostnað við ársnotkun miðað við bíl sem keyrður er 20 þúsund kílómetra og eyðir 6 lítrum á hundraði og loks hversu mikið dýrari ársnotkunin er á Íslandi. Og ódýrari í tilfelli Hong Kong.

LandVerð á lítraÁrsnotkunHærra eða
lægra en
á Íslandi
Hong Kong402,38 kr.482.857 kr.-113.335 kr.
Ísland307,94 kr.369.522 kr.0 kr.
Noregur298,99 kr.358.789 kr.10.734 kr.
Danmörk294,12 kr.352.948 kr.16.574 kr.
Holland289,52 kr.347.423 kr.22.099 kr.
Mónakó288,73 kr.346.476 kr.23.046 kr.
Grikkland281,50 kr.337.795 kr.31.727 kr.
Sviss279,26 kr.335.111 kr.34.411 kr.
Ítalía276,37 kr.331.639 kr.37.884 kr.
Frakkland269,79 kr.323.746 kr.45.776 kr.
Finnland268,21 kr.321.852 kr.47.670 kr.
Þýskaland267,55 kr.321.063 kr.48.459 kr.
Barbados265,18 kr.318.222 kr.51.301 kr.
Liechtenstein264,00 kr.316.801 kr.52.721 kr.
Albanía263,87 kr.316.643 kr.52.879 kr.
Singapúr263,74 kr.316.485 kr.53.037 kr.
Mayotte262,95 kr.315.538 kr.53.984 kr.
Portúgal262,55 kr.315.065 kr.54.458 kr.
Svíþjóð259,40 kr.311.276 kr.58.246 kr.
Belgía258,21 kr.309.856 kr.59.667 kr.
San Marino257,69 kr.309.224 kr.60.298 kr.
Ísrael255,71 kr.306.857 kr.62.666 kr.
Wallis- og Fútúnaeyjar249,27 kr.299.122 kr.70.400 kr.
Eistland249,14 kr.298.964 kr.70.558 kr.
Úrúgvæ245,59 kr.294.702 kr.74.820 kr.
Bretland242,30 kr.290.756 kr.78.766 kr.
Mið-Afríkulýðveldið242,17 kr.290.598 kr.78.924 kr.
Spánn239,53 kr.287.441 kr.82.081 kr.
Belís239,01 kr.286.810 kr.82.712 kr.
Lúxemborg237,56 kr.285.073 kr.84.449 kr.
Írland235,85 kr.283.021 kr.86.501 kr.
Nýja Sjáland235,59 kr.282.706 kr.86.816 kr.
Austurríki235,19 kr.282.232 kr.87.290 kr.
Lettland234,67 kr.281.601 kr.87.921 kr.
Slóvakía229,54 kr.275.445 kr.94.077 kr.
Ungverjaland227,70 kr.273.235 kr.96.287 kr.
Tékkland224,93 kr.269.920 kr.99.602 kr.
Króatía224,54 kr.269.447 kr.100.076 kr.
Serbía224,14 kr.268.973 kr.100.549 kr.
Svartfjallaland222,57 kr.267.079 kr.102.443 kr.
Litháen218,22 kr.261.870 kr.107.652 kr.
Malaví218,22 kr.261.870 kr.107.652 kr.
Slóvenía218,09 kr.261.712 kr.107.810 kr.
Senegal217,96 kr.261.554 kr.107.968 kr.
Kýpur217,04 kr.260.449 kr.109.073 kr.
Jórdanía216,38 kr.259.660 kr.109.862 kr.
Andorra215,07 kr.258.081 kr.111.441 kr.
Pólland210,07 kr.252.083 kr.117.439 kr.
Simbabve206,52 kr.247.821 kr.121.701 kr.
Cayman-eyjar203,76 kr.244.507 kr.125.016 kr.
Seychelles-eyjar203,49 kr.244.191 kr.125.331 kr.
Rúmenía202,31 kr.242.770 kr.126.752 kr.
Máritíus200,86 kr.241.034 kr.128.488 kr.
Norður Makedónía200,47 kr.240.560 kr.128.962 kr.
Marokkó200,07 kr.240.087 kr.129.435 kr.
Chile197,44 kr.236.930 kr.132.592 kr.
Bosnía og Hersegóvína196,39 kr.235.667 kr.133.855 kr.
Búlgaría193,89 kr.232.668 kr.136.854 kr.
Malta193,63 kr.232.352 kr.137.170 kr.
Grænhöfðaeyjar192,18 kr.230.616 kr.138.906 kr.
Malí190,60 kr.228.722 kr.140.800 kr.
Moldóva189,81 kr.227.775 kr.141.748 kr.
Mexíkó189,42 kr.227.301 kr.142.221 kr.
Kanada187,84 kr.225.407 kr.144.115 kr.
Arúba187,31 kr.224.776 kr.144.747 kr.
Burkina Faso187,18 kr.224.618 kr.144.904 kr.
Mongólía185,47 kr.222.566 kr.146.956 kr.
Laos182,97 kr.219.567 kr.149.956 kr.
Jamaíka182,31 kr.218.777 kr.150.745 kr.
Gínea182,31 kr.218.777 kr.150.745 kr.
Kenýa181,00 kr.217.199 kr.152.323 kr.
Dóminíska lýðveldið179,95 kr.215.936 kr.153.586 kr.
Mósambík179,42 kr.215.305 kr.154.217 kr.
Fílabeinsströndin179,42 kr.215.305 kr.154.217 kr.
Bahamaeyjar179,29 kr.215.147 kr.154.375 kr.
Taíland177,84 kr.213.410 kr.156.112 kr.
St. Lúcía176,66 kr.211.990 kr.157.532 kr.
Sýrland176,53 kr.211.832 kr.157.690 kr.
Nikaragúa176,40 kr.211.674 kr.157.848 kr.
Tyrkland175,87 kr.211.043 kr.158.479 kr.
Dóminíka175,74 kr.210.885 kr.158.637 kr.
Úkraína174,16 kr.208.991 kr.160.531 kr.
Costa Rica173,90 kr.208.675 kr.160.847 kr.
Madagaskar173,76 kr.208.517 kr.161.005 kr.
Sambía172,71 kr.207.254 kr.162.268 kr.
Úganda171,79 kr.206.149 kr.163.373 kr.
Tansanía171,40 kr.205.676 kr.163.846 kr.
Rúanda169,29 kr.203.150 kr.166.372 kr.
Curaçao168,77 kr.202.519 kr.167.003 kr.
Eþíópía166,92 kr.200.309 kr.169.213 kr.
Indland166,53 kr.199.836 kr.169.687 kr.
Kúba165,74 kr.198.888 kr.170.634 kr.
Guatemala164,69 kr.197.626 kr.171.896 kr.
Nepal163,90 kr.196.679 kr.172.844 kr.
Grenada163,11 kr.195.732 kr.173.791 kr.
Austur-Kongó163,11 kr.195.732 kr.173.791 kr.
Fídjí162,85 kr.195.416 kr.174.106 kr.
Japan162,19 kr.194.627 kr.174.896 kr.
Peru162,19 kr.194.627 kr.174.896 kr.
Kamerún160,74 kr.192.890 kr.176.632 kr.
Suður Afríka158,77 kr.190.523 kr.179.000 kr.
Suður Kórea157,85 kr.189.418 kr.180.105 kr.
El Salvador157,72 kr.189.260 kr.180.262 kr.
Bangladess157,58 kr.189.102 kr.180.420 kr.
Filippseyjar157,06 kr.188.471 kr.181.052 kr.
Sri Lanka154,56 kr.185.471 kr.184.051 kr.
Tógó154,16 kr.184.998 kr.184.524 kr.
Kambódía152,85 kr.183.419 kr.186.103 kr.
Brasilía152,32 kr.182.788 kr.186.734 kr.
Lesótó151,14 kr.181.367 kr.188.155 kr.
Kína151,01 kr.181.210 kr.188.313 kr.
Búrúndí150,88 kr.181.052 kr.188.471 kr.
Hondúras150,48 kr.180.578 kr.188.944 kr.
Trínidad & Tóbagó150,09 kr.180.105 kr.189.418 kr.
Esvatíní149,69 kr.179.631 kr.189.891 kr.
Súrínam149,56 kr.179.473 kr.190.049 kr.
Myanmar149,30 kr.179.157 kr.190.365 kr.
Gana149,17 kr.179.000 kr.190.523 kr.
Ástralía147,06 kr.176.474 kr.193.048 kr.
Botsvana143,90 kr.172.686 kr.196.836 kr.
Sierra Leone143,77 kr.172.528 kr.196.994 kr.
Puerto Rico143,64 kr.172.370 kr.197.152 kr.
Benin143,12 kr.171.739 kr.197.784 kr.
Georgía142,98 kr.171.581 kr.197.941 kr.
Haítí142,46 kr.170.949 kr.198.573 kr.
Namibía142,33 kr.170.792 kr.198.731 kr.
Bandaríkin141,67 kr.170.002 kr.199.520 kr.
Panama140,35 kr.168.424 kr.201.098 kr.
Víetnam136,01 kr.163.215 kr.206.307 kr.
Gvæjana135,35 kr.162.426 kr.207.097 kr.
Paragvæ133,78 kr.160.531 kr.208.991 kr.
Gabon133,25 kr.159.900 kr.209.622 kr.
Taívan132,33 kr.158.795 kr.210.727 kr.
Súdan130,49 kr.156.585 kr.212.937 kr.
Úsbekistan126,41 kr.151.692 kr.217.830 kr.
Maldívur126,15 kr.151.376 kr.218.146 kr.
Líbería123,38 kr.148.061 kr.221.461 kr.
Belarúss122,99 kr.147.588 kr.221.934 kr.
Argentína119,44 kr.143.326 kr.226.196 kr.
Indónesía116,02 kr.139.222 kr.230.300 kr.
Pakistan115,89 kr.139.064 kr.230.458 kr.
Kólumbía114,83 kr.137.801 kr.231.721 kr.
Líbanon114,31 kr.137.170 kr.232.352 kr.
Bútan110,63 kr.132.750 kr.236.772 kr.
Sameinuðu arabísku furstadæmin108,13 kr.129.751 kr.239.771 kr.
Túnis107,60 kr.129.120 kr.240.403 kr.
Nígería106,94 kr.128.330 kr.241.192 kr.
Afganistan98,26 kr.117.912 kr.251.610 kr.
Kirgistan97,60 kr.117.123 kr.252.399 kr.
Ekvador83,40 kr.100.076 kr.269.447 kr.
Óman81,69 kr.98.024 kr.271.499 kr.
Sádí Arabía81,69 kr.98.024 kr.271.499 kr.
Aserbaídsjan77,35 kr.92.815 kr.276.708 kr.
Rússland76,42 kr.91.710 kr.277.812 kr.
Katar75,90 kr.91.078 kr.278.444 kr.
Írak75,37 kr.90.447 kr.279.075 kr.
Bólivía71,16 kr.85.396 kr.284.126 kr.
Barein69,85 kr.83.817 kr.285.705 kr.
Kasakstan64,19 kr.77.030 kr.292.492 kr.
Malasía59,72 kr.71.663 kr.297.859 kr.
Túrkmenistan56,43 kr.67.717 kr.301.805 kr.
Egyptaland48,93 kr.58.719 kr.310.803 kr.
Angóla47,75 kr.57.299 kr.312.223 kr.
Kúveit44,86 kr.53.826 kr.315.696 kr.
Alsír44,59 kr.53.510 kr.316.012 kr.
Líbýa4,08 kr.4.893 kr.364.629 kr.
Íran3,81 kr.4.578 kr.364.945 kr.
Venesúela0,53 kr.631 kr.368.891 kr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí