Helga Vala Helgadóttir hefur ákveðið að láta af þingstörfum og snúa sér aftur að lögmennsku. Þetta kemur fram í viðtali við Helgu Völu í SunnudagsMogganu. Hún hafnar því að ástæðan sé ósætti hennar við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar.
„Þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga í viðtalinu og ítrekar að hún verði áfram dyggur félagi í Samfylkingunni.
Það mátti skilja á Helgu Völu í Helgi-spjalli við Rauða borðið fyrr í sumar að hugur hennar væri að leita annað, frá þinginu og stjórnmálum. Aðspurð um hvort hún væri að hætta á þingi svaraði hún þá óljóst. En hún lýsti vel hversu slítandi pólitíkin getur verið, ekki síst átök við samherja innan flokka. Sjá má og heyra það ítarlega viðtal í spilaranum hér að neðan:
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.