Hollywood-stjarna biðst afsökunar á að hafa vanvirt stéttarfélag í verkfalli

Bandaríska leikkonan Drew Barrymore hefur fallið frá áformaðri frumsýningu nýs misseris af spjallþætti hún stýrir á sjónvarpsstöðinni CBS, þar til verkföllum leikara og höfunda í Hollywood lýkur. Frestunina tilkynnti hún eftir hörð viðbrögð við fyrri áformum, sem hefðu falið í sér, ef ekki verkfallsbrot þá skort á samstöðu.

Fjórða misseri þáttanna átti að hefja göngu sína í dag, mánudag, og upptökur hafa þegar farið fram, þrátt fyrir að þrír höfundar við þættina, sem meðlimir í stéttarfélaginu Writers Guild of America, væru enn í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá því í maí.

Þáttastjórnandinn, leikkonan Drew Barrymore.

Barrymore lét um helgina frá sér yfirlýsingu á myndbandi þar sem hún bað höfunda og stéttarfélög innilega afsökunar. Samkvæmt fréttastofu BBC var Barrymore tárvot í myndbandinu en hún hefur síðan eytt því og birt formlegri, skrifaða, yfirlýsingu í þess stað.

Verkföll útbreidd í Bandaríkjunum

Áður hefur verið fjallað ítarlegar um verkföllin í Hollywood, en auk handritshöfunda eru bandarískir sjónvarps- og kvikmyndaleikarar í verkfalli. Samtök bandarískra hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks hafa staðið í verkföllum undanliðna mánuði, eins og getið er í sömu umfjöllun. Þá hófust í liðinni viku einhver umfangsmestu verkföll í bandarískum bílaiðnaði fyrr og síðar. Á Wikipediu má finna lista yfir verkfallsaðgerðir í Bandaríkjunum á þessu ári.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí