Í 54 löndum mótmæla milljónir notkun jarðefnaeldsneytis um þessa helgi

Um þessa helgi, 15. til 17. september, hefur verið boðað til umfangsmikilla mótmæla í 54 löndum um allan heim, til að krefjast þess að hætt verði brennslu jarðefnaeldsneyta, til að hemja hnatthlýnun og loftslagshörmungar. Mannréttindasamtökin Amnesty International segjast vænta þess að milljónir manna taki þátt í mótmælaaðgerðunum.

Kort yfir fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir hinnar alþjóðlegu dagskrár þessa helgi, 15.–17. september 2023. Á mynd við fyrirsögn greinarinnar gefur að líta þátttakendur viðburðarins í Madrid á Spáni, föstudaginn 15. september.

Mótmælasamkomurnar og aðferðir mótmælenda eru fjölbreytt eins og hóparnir að baki þeim. Á mynd sem fylgir fréttinni má sjá þátttakendur kröfugöngu í Madríd á Spáni. Í borginni Quezon á Fillipseyjum lögðust mótmælendur fyrir framan byggingu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, undir skiltum sem kröfðust þess að horfið verið frá notkun olíu og gas sem eldsneytis, og svo framvegis.

Hápunktur þessarar alþjóðlegudagskrár er ætlað að verði fjölmenn mótmælasamkoma í New York borg undir yfirskriftinni „March to End Fossil Fuels“: Gangan til að kveðja jarðefnaeldsneyti. Búist er við um 15 þúsund þátttakendum í þeirri göngu. 400 vísindamenn og 500 félagasamtök, stofnanir og hreyfingar hafa lýst stuðningi sínum við viðburðinn, en tímasetning mótmælanna ræðst ekki síst af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem er framundan, einmitt í New York.

Meðal bakhjarla hinna alþjóðlegu mótmæla eru samtök Gretu Thunberg, Fridays for Future, eða föstudagar í þágu framtíðar.

Á Íslandi virðist enginn hópur hafa boðað þátttöku í þessum alþjóðlega viðburði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí