Íslenskir ríkisborgarar aðeins 46% félagsfólks í Eflingu

Verkalýðsmál 15. sep 2023

Nú getur þú skoðað fjölbreytileika félagsfólks Eflingar stéttarfélags eftir ýmsum þáttum. Á vefsíðu Eflingar er nú komið tölfræði mælaborð þar sem sjá má skiptingu félagsfólks eftir þjóðernum, atvinnugeirum, iðngreinum, kyni og aldri. Þessi nýja viðbót er liður í stefnu Eflingar í að veita gagnsæja upplýsingamiðlun til félagsfólks okkar og verða upplýsingarnar uppfærðar reglulega.

Mælaborðið gefur mun betri innsýn í fjölda félagsfólks, hvernig það dreifist á vinnumarkaði og helstu upplýsingar um þau. Hægt er að smella á einstök atriði til að kalla fram nánari tölfræði, t.d. ef valið er karlmenn á aldrinum 20-29 sem starfa á elli- og hjúkrunarheimilum má sjá nákvæmara niðurbrot eftir þjóðerni og starfsgrein.

Á mælaborðinu má líka sjá almennari upplýsingar, til dæmis voru 41.707 í Eflingu árið 2022, sem skiptist í 144 þjóðerni. Þegar þjóðernin eru skoðuð nánar má sjá að tæpur helmingurinn er af íslensku bergi brotinn, eða 19.372 manns. Næst stærsti hópurinn er frá Póllandi, eða 8.012 manns og þriðji stærsti hópurinn, 2.222 manns er frá Litháen. Þar á eftir eru 1.391 frá Rúmeníu og 1.146 frá Lettlandi. Að lokum eru 9.564 með önnur þjóðerni sem eru ekki útlistuð nánar á þessu mælaborði.

Einnig er hægt að sjá skiptingu félagsfólks út frá helstu kjarasamningum og hvort félagsfólk starfi á almennum eða opinberum mörkuðum. Almenni markaðurinn er langstærstur með 84% félagsfólks eða 35.046 manns. Þar á eftir starfa um 10% hjá Reykjavíkurborg og tengdri starfsemi og svo starfa tæplega 8% hjá elli- og hjúkrunarheimilum.

Launagreiðendur félagfólks eru í heildina 3.882 talsins en stærstur hluti þeirra, eða 3.815, eru á almennum vinnumarkaði.

Stærstur hluti félagsfólks Eflingar er á aldursbilinu 20 – 29 ára eða tæplega 37%. Næst stærsti aldurshópurinn er 30-39 ára sem eru um 23%. Þriðji stærsti aldurshópurinn er undir 20 ára sem eru um 17% félagsfólks. Að lokum er fjórðungur félagsfólk Eflingar, eða um 25% yfir fertugt.

Karlmenn eru rúmur helmingur félagsfólks eða 23.317 á meðan konur eru 18.354 og kynsegin 36 talsins.

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða tölfræði mælaborðið:

Frétt af vef Eflingar

Skoða mælaborð

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí