Lögreglan tekur hatursorðræðu gegn trans fólki ekki alvarlega

Halldóra Hafsteinsdóttir segir lögregluna ekki taka hatursorðræðu gegn trans fólki alvarlega en þær Arna Magnea Danks voru gestir þáttarins Sósíalískir femínistar í gærkvöld þar sem þær ræddu bakslagið í trans baráttunni, sögufölsunina sem átt hefur sér stað í gegnum tíðina með þvi að minnast ekki á trans og hinsegin fólk og ákveðna hornsteina í þeirra sögu sem og hvernig hatrið og afmennskunin á trans fólki fær að dafna og grassera ef fólk lætur baráttuna óáreitta.

Síðast í gær var framin gróf líkamsárás á manneskju á heimleið af ráðstefnu sem Samtökin ’78 stóðu fyrir í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina. Lögreglan er enn að meta hvort árásin hafi verið hatursglæpur.

Í þættinum kafaði Arna Magnea ofan í sögu transfólks og hvernig nasistar merktu trans- og hinsegin fólk með bleikum þríhyrning innan fangabúða sinna en árin á undan mátti sjá ólguna og bakslagið sem þá var orðin ljós í baráttu hinsegin fólks í Þýskalandi. Berlín var mekka hinsegin og transfólks í kringum 1930 sem endaði í útrýmingarbúðum eða í breskum fangelsum eftir stríð. Þegar bandamenn leystu út gyðinga, rómafólk og aðra þá sem enn héldu lífi í fangabúðunum var enn ólöglegt að vera samkynhneygður í Bretlandi og endaði fólk líf sitt stundum í Bresku fangelsi.

Við verðum að skoða söguna og sjá þau líkindi sem eiga sér stað í dag þegar uppgangur fasisma er orðinn augljós víða í Evrópu og hér á landi.

Arna Magnea segir réttindi transkvenna haldast fullkomlega í hendur við réttindi allra kvenna og hún kallar jafnvel eftir nýjum kvennalista til að berjast fyrir húmanískum gildum.

Halldóra segir að eftir því isem meira hatur fær að sjást óhindrað á samfélagsmiðlum, því fleiri taki undir það. Fólk á að standa upp og standa með trans og kynsegin fólki. “Það er erfitt að standa einn þar sem drullan hrúgast stundum yfir mann”

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí