Segir reynt að svelta fólk svo það beygi sig undir ómannúðlega meðferð

Morgan Priet-Mahéo var klökk þegar hún talaði um afleiðingar þeirrar einangrunar og útskúfunar úr mannlegu samfélagi sem börn á flótta upplifa en hún ræddi um óbilgjarnt kerfið og birtingarmyndir þess við Maríu Pétursdóttur við Rauða borðið í gærkvöld.  

Morgane er forsvarsmaður samtakanna , Réttur barna á flótta, sem hafa átt í fullu fangi í sumar og haust við að aðstoða barnafólk sem hótað er brottvísun án þess að hafa fengið efnislega umfjöllun sinna mála.  Hún gegnir hlutverki þjónustu og upplýsingafulltrúa og er oft á tíðum milligöngumaður fjölskyldna og lögmanna þeirra þar sem hún útskýrir fyrir þeim stöðuna og upplýsir fólk um lagalegan rétt sinn.  Að samtökunum koma fáir einstaklingar sem vinna öll sín störf í sjálfboðaliðastarfi.

Morgane gagnrýnir sveitarfélög fyrir að vinna með útlendingastofnun að ómannúðlegum aðstæðum svo sem þegar einstaklingar eru sviptir framfærslu og jafnvel húsnæðinu ef það fer huldu höfði um tíma til að forðast brottvísun. Hún segir starfsfólk félagsþjónustunnar duglegt að vinna aukavinnu fyrir útlendingastofnun og reynt sé að hóta fólki og það svelt til að gefa sig fram.  Barnasáttmálar séu brotnir með því að halda barnafólki í algjörri neyð, framfærslulausu og án læknisþjónustu.  Þá sé allt of algengt að börn sem hér dvelja í mánuði og jafnvel ár fái aldrei að stíga fæti inn í skólastofu og því sé brotið markvisst á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að. Hún hvetur fólk sem starfar í kerfinu til að neita að taka þátt í aðgerðum sem brjóta á réttindum barna.

Algengt er að börn þrói með sér mikinn kvíða í aðstæðum sem þessum þar sem foreldrarnir fá ekki að vinna né börnin að ganga í skóla og eða leikskóla og þau skynja kvíða foreldra sinna sem lifa í  stöðugum ótta um brottvísun.  Fólk kemur úr hrikalegum aðstæðum þar sem börnin hafa jafnvel þurft að vinna erfiðisvinnu til að fjölskyldan geti lifað af.  Það er ekki að ástæðulausu sem foreldrar leggja land undir fót með börnin sín til Íslands.  „Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að við getum leyft fólki í viðkvæmri stöðu að vera hér í stað þess að brottvísa því” segir Morgane. 

Fólk sem ekki fær að vinna og ganga í skóla en er haldið í einhverskonar geymslu án eðlilegra tengslamyndunnar við annað fólk og samfélag gefst oft upp og verður þunglyndi að bráð. Það á einnig við um lítil börn sem jafnvel hætta að tala og borða.   

Morgane hefur oftar en hún kærir sig um þurft að stappa stálinu í fólk í slíkum aðstæðum og koma því undir læknishendur en hún hefur einnig hreinlega séð á eftir fólki sem var gjörsamlega að þrotum komið.  

Klukkan 12.00 í dag mánudag hafa No border og hjálparsamtökin Solaris skipulagt mótmælastöðu á Austurvelli til að mótmæla þeirri skelfilegu stöðu sem upp er komin í málefnum flóttafólks eftir að nýju útlendingalögin tóku gildi í sumar.  Morgane hvetur fólk til að sýna samstöðu og mæta. Hér má sjá viðburðinn á Facebook: Við mótmælum ofbeldisfullum útburði flóttafólks

Morgane er í áhrifaríku viðtali við Rauða borðið mánudagskvöldið 11. sepetember sem sjá má hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí