Rætt um stjórnarsamstarfið í Ungliðaspjallinu

Í Ungliðaspjalli vikunnar var rætt við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann Vinstri Grænna, um málefni vikunnar og ríkisstjórnarsamstarfið. Við ræddum einnig um hatramma umræðu um hinsegin- og kynfræðslu, tilgang og vandamál ungliðahreyfinga og um nýju fjárlögin.

Ungliðaspjallið #4


Ungliðaspjallið er samstarfsverkefni ungliða úr ýmsum áttum, þátturinn byrjar á samtali ungliðanna áður en gestur kemur inn. Í þættinum fáum við til okkar fólk sem hefur einhverja reynslu af stjórnmála- eða félagastarfi og viljum við stuðla að virku samtali á milli fylkinga. Góð umræða getur fært okkur nær sannleikanum og raunverulegum árangri.

Þátturinn er í umsjón Elísabetar Guðrúnar og Jónsdóttur, varaborgarfulltrúa Pírata, Jósúa Gabríels Davíðssonar, sem er í stjórn Ungra Vinstri Grænna. Karls Héðins Kristjánssonar, forseti Ungra Sósíalista og Þorvarðar Bergmanns Kjartanssonar, varaformaður ASÍ – UNG.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí