Seðlabankanum er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að það sé ljóst að Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins. Honum sé skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna. Vilhjálmur segir að sturlaðar stýrivaxtahækkanir munu slátra mörgum heimilum en nú styttist í 650 milljarða króna snjóhengja skelli á skuldsett heimili.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Vilhjálms í heild sinni.

Eins og flestir vita mun 650 milljarða snjóhengja skella á skuldsettum heimilum á næstu mánuðum þegar endurskoðun á föstum vöxtum mun koma til framkvæmda en algengt er að vaxtabyrði heimilanna muni hækka um allt að 165% þegar það gerist.

Það blasir við að flest heimili munu ekki getað tekið á sig jafnvel tugi ef ekki hundruð þúsund króna hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði.

Nú er Seðlabankinn búinn að átta sig á því að þessar sturluðu stýrivaxtahækkanir sem áttu að vera í þágu launafólks og heimila muni slátra þeim.

Það var því grátbroslegt að heyra fulltrúa Seðlabankans beina því til skuldsettra heimila að tala við sína viðskiptabanka og óska m.a. eftir því að fara aftur yfir í verðtryggð lán.

Hugsið ykkur, það er ekki nema rétt rúmt ár síðan að Seðlabankinn varaði heimilin við verðtryggðum lánum og talaði um að þau gætu verið hættuleg.

Orðrétt sagði seðlabankastjóri fyrir einu ári síðan um verðtryggð lán:

„Fólk borgar af láninu, en samt hækkar höfuðstóllinn. Og þessi fídus getur verið hættulegur.“

Það er líka stórundarlegt að Seðlabankinn sem hefur það hlutverk að vinna bug á verðbólgu og eitt af þeim stýritækjum sem Seðlabankinn hefur er að hækka vexti. Rök bankans fyrir því að það verði að hækka vexti á gömul lán en ekki einungis ný sé meðal annars til að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna sem leiði til minni einkaneyslu.

Nei núna á fólk sem er með óverðtryggð lán að færa sig yfir í verðtryggð glæpalán þar sem það mun borga sambærilega vexti og óverðtryggðu vextirnir voru fyrir tveimur eða þremur árum síðan en hækkun neysluvísitölunnar leggst ofan á höfuðstól lánsins með þeim afleiðingum að lánið gerir ekkert annað en að hækka og hækka þrátt fyrir að borgað sé samviskusamlega af því mánuð eftir mánuð.

Rök Seðlabankans halda ekki vatni enda talar bankinn út og suður í ráðleggingum til heimilanna en núna hafa þessir glæpsamlegu okurvextir gert það að verkum að Seðlabankinn er að ganga af heimilum dauðum.  En Seðlabankinn telur sig vera að vinna að „hagsmunum“ neytenda, launafólks og heimilanna með þessum stýrivaxtahækkunum.

Til hvers var Seðlabankinn að hækka stýrivextina á gömul lán í ljósi þess að bankanum finnst ekkert sjálfsagðara en að vísa þeim í lán sem vinna algerlega gegn markmiðum hans og einnig liggur fyrir að Seðlabankinn telur verðtryggð lán hættuleg eins og kom fram í þessari frétt.

Mitt mat er einfalt, Seðlabankinn horfir einungis á stöðugleika fjármálakerfisins en er skítsama um fjármálastöðugleika heimilanna.

Fyrirgefið þetta orðbragð en núna er Seðlabankinn búinn að átta sig á að  hann er búinn að skíta algerlega í buxurnar og talar því út og suður sem enginn skilur og mér er það til efs að fulltrúar bankans skilji sjálfa sig!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí