Verðbólgan lækkar í Evrópu – en ekki hér

Samkvæmt samræmdri neysluvísitölu hagstofu Evrópu, þar sem eignaverð húsnæðis er ekki talið með, fer verðbólga lækkandi í öllum nágrannalöndum okkar en hins vegar hækkandi hér. Í ágúst fór verðbólga síðustu tólf mánaða úr 7,5% upp í 8,3% á Íslandi á meðan hún lækkaði úr 6,1% í 5,9% í EES-löndunum að meðaltali.

Þetta skítur skökku við. Hér eru stýrivextir miklu hærri en í öðrum Evrópulöndum og miklum mun hærri sé miðað við raunvexti, það er vaxtastig umfram verðbólgu. Samt eru þeir ekki að hemja verðbólguna á meðan lægri vextir og neikvæðir raunvextir duga annars staðar.

Á þessu línuriti sem nær frá upphafi árs 2020, í raun í gegnum Cóvid- og eftir-Cóvid-tímann sést að verðbólgan í EES rís og nær hápunkti síðasta haust þegar orkukreppan náði hámarki. Síðan fellur verðbólgan nokkuð örugglega og er komin niður fyrir það sem var fyrir innrás Rússa í Úkraínu.

Verðbólgan á Íslandi er annarrar tegundar. Hún er drifin áfram af þenslu sem rekja má til fjölgun ferðamanna og þess að stjórnvöld hafa ekkert gert til að bregðast við þeim áhrifum. Nema auðvitað að hækka vexti, sem magnað hafa upp húsnæðiskreppuna sem grefur undan lífskjörum almennings.

Myndin er af kollegum: Christine Lagarde bankastjóra seðlabanka Evrópu og Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra Íslands.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí