Íslenska bankakerfið: Okur eða almannahagur?

Dýrtíðin 29. sep 2023

ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna þann 3. október kl. 08:30-10:30, í salnum Vox Club á Hilton hóteli. Léttur morgunverður verður í boði frá 08:00.

Hefur bættur rekstur bankanna skilað sér í betri kjörum til viðskiptavina bankanna? Er staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði jafn sterk hér á landi og í löndunum í kringum okkur? Hvernig má auka gagnsæi og styrkja stöðu viðskiptavina bankanna? Hvað geta stjórnvöld gert til að efla samkeppni og neytendavernd?

Á fundinum verður fjallað um niðurstöður nýútkominnar skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Markmiðið með málþinginu er að dýpka umræðuna um niðurstöður skýrslunnar, fjalla um þær í samhengi við samkeppni og neytendamál og ræða næstu skref fram á við.
Beint streymi verður af fundinum og hann tekinn upp fyrir þau sem komast ekki á staðinn.


Dagskrá
8:30-8:40 Ávarp – Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra

8:40-8:50 Niðurstöður skýrslunnar – Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands

8:50-9:05 Mikilvægi samkeppni á bankamarkaði – Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

9:05-9:20 Neytendavernd á fjármálamarkaði – Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu

9:20-9:30 Eftirlit fjármálaeftirlits Seðlabankans með viðskiptaháttum – Inga Dröfn Benediktsdóttir, forstöðumaður í viðskiptaháttaeftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu

9:35-9:45 Frúin í Þórshöfn – Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

9:45-10:00 Tölum um samkeppni: Hvernig Indó varð til og hvert stefnir það – Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Indó

10:00-10:30 Pallborð: Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands og Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó.

Guðmundur Gunnarsson stýrir pallborði. 


Hægt er að skoða viðburðinn hér á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí