Verkfall fanga virkaði – Fangelsismálastofnun bætir kjör afturvirkt

Það eru líklega fá verkföll í seinni tíð á Íslandi sem hafa verið að mestu útkljáð á jafn skömmum tíma og verkfall fanga á Litla-Hrauni. Fangar lögðu niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum, en þeir hefja aftur störf í dag, þar sem Fangelsismálastofnun brást við kröfum þeirra svo gott sem samdægurs. Stofnunin hefur hækkað fæðisfé fanga um sex prósent afturvirkt frá 1. september.

Sjá einnig: Fangar á Litla hrauni í verkfalli, krefjast hærri dagpeninga og launa

RÚV greinir frá þessu. Fangelsismálastofnun getur í raun ekki bætt kjör fanga umfram þetta, það sé á forræði dómsmálaráðuneytisins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, telur að verkfallið hafi náð eyrum ráðuneytisins. „Dómsmálaráðuneytið hafði samband við mig í morgun og það stendur til að halda fund í næstu viku,“ segir Guðmundur.

Hann bendir á að það hafi verið kominn tími á, vægast sagt, að fangar fengju meiri dagpening. Dagpeningurinn hefur ekki hækkað í 18 ár. Ein ástæða fyrir því að ekkert hefur gerst svo lengi er líklega að réttindi fanga hafa átt lítið upp á pallborðið í samfélaginu. Guðmundur Ingi segir það þó að breytast.

„Mér finnst vera betri viðbrögð í dag heldur en hefur verið í gegnum tíðina. Þetta er svona að breytast, virðist vera, umræðan og viðhorf fólks. Þannig að þó að það sé erfitt og leiðinlegt að standa í svona fyrir alla aðila, þá hefur þetta gert gott fyrir umræðuna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí