„Við hvetjum ykkur öll til að standa með okkur“

„Erfiðir en mikilvægir fundir með Eflingar-fólki sem að starfar fyrir Grundarheimilin í Hveragerði. Á fundunum mótmæltum við ömurlegri og óverjandi ákvörðun stjórnar Grundarheimilanna og hvöttum til þess að hún yrði dregin til baka. Við bentum á að óafsakanlegt er að gera stóran hóp fólks atvinnulausan til þess að fá annan hóp fólks til að sinna störfunum, sem sannarlega verður að sinna, en á verri launum og með miklu lakari réttindi.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í pistli sem hún birtir á Facebook. Þar segir hún mikla reiði meðal fólks í Eflingu yfir þá ákvörðun um að 33 starfsmönnum verði sagt upp á Grundarheimilinum. Öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grunarheimilinanna hefur verið sagt upp en einnig 19 starfsmönnum í ræstingadeild á Ási, hjúkrunar- og dvalarheimili í Hveragerði. Á myndunum hér fyrir ofan og neðan má sjá starfsfólkið sem hefur nú misst starf sitt.

Sólveig heldur áfram og skrifar: „Félagsfólk Eflingar kom á framfæri reiði og undrun vegna uppsagnanna. Fólk með gríðarlega langan starfsaldur, meira en 30 ár, spurði ýmissa spurninga um hvers vegna væri ráðist að þeim með þessum hætti, en afskaplega fátt var um svör.

Eflingar-fólk ákvað að standa saman og við ætlum að berjast gegn uppsögnunum. Við ætlum að hittast aftur til að ákveða næstu skref.“

Hún vonast til þess að hægt verði að fá stjórnina til að falla frá þessum uppsögnum. „Við trúum því að ef við stöndum saman og berjumst saman getum við fengið stjórn Grundarheimilanna til að falla frá uppsögnunum og gera með því hið eina rétta í stöðunni.

Eflingar-fólk er ómissandi fólk í samfélagi okkar. Við hvetjum ykkur öll til að standa með okkur. Saman getum við gert samfélagið okkar betra og réttlátara. Saman getum við stöðvað útvistanir á grundvallarstörfum til gróðafyrirtækja sem gera ekkert nema að gera þá ríku ríkari, á kostnað okkar hinna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí