Vinnuveitandi vill losna við leigjanda sem fann aðra vinnu og spyr: „Er ég fífl ef ég skrifa ekki undir leigusamning?“

Reddit-svæðinu r/Iceland er í síðuhaus lýst sem „Stuðningshópi Íslendinga á reddit“ og oft virðist lýsingin ekki úr lausu lofti gripin. Á sunnudagskvöld leitaði notandi að nafni Skratti ráða meðal notenda um klípu sem hann er í. Skratti er vinnuveitandi, rekur fyrirtæki „þar sem fólk vinnur þjónustustörf“. Hann er einnig leigusali, leigir út íbúðir á airbnbn á sumrin „en hef leigt starfsfólki á veturna“. Hann segist rukka starfsfólkið um „mjög sanngjarna leigu (þó ég segi sjálfur frá)“. Spurningin sem hann ber undir notendur er þessi:

„Nú var ég að leigja starfsmanni íbúð á það sem ég myndi kalla „starfsmannakjörum“ í allan vetur – viðkomandi er ekki fluttur inn en var að segja mér að hún væri að fara vinna annarsstaðar og ætlaði ekki að vinna hjá mér? Er ég fífl ef ég skrifa ekki undir leigusamning?“

„Já, þú ert fífl ef þú gerir þetta“

Fyrstur til að svara er notandinn Geimalfur sem spyr: „Rekur þú fólkið úr íbúðunum á sumrin til að setja þær á Airbnb?“ Því svarar Skratti: „Nei – auðvitað ekki. Ég leigi þær í x tíma – yfirleitt fólki sem er ekki hér á sumrin“.

Næsti notandi til að svara, Skunkman-funk, spyr: „Afhverju myndirðu ekki gera það? Borgar starfsmaðurinn ekki leigu þó hann vinni ekki hjá þér?“ og bætir við: „En, já þú ert fífl ef þú gerir þetta.“

Skratti svarar: „Auðvitað borgar hann leigu – en ég rukka starfsfólk mun lægri leigu en ég fengi annars … Og viðkomandi vissi alveg að ég bauð honum ódýra leigu þegar ég réð viðkomandi í vinnu“.

Skunkman-funk vegur þetta og metur og segir: „Ef það hefur alltaf verið skýrt tekið fram og fullskilið af báðum aðilum að forsendur leigu (lágrar eða einhverrar) séu að þú sért vinnuveitandi viðkomandi, þá er ekkert að þessu. Ef það er ekki svo hins vegar, og viðkomandi hélt bara að hann gæti leigt sama hvað, þá ertu fífl.“

„Hef ekki skrifað undir neitt :)“

„Það var ekki tekið fram … sérstaklega,“ svarar Skratti síðasta innleggi. „En í samræðum um vinnu og flutning viðkomandi til landsins þá lofaði ég viðkomandi húsnæði á góðum kjörum í vetur en ekki eftir x tíma næsta vor. Áður en viðkomandi var komin til landsins sagði hún mér að hún ætlaði ekki að vinna hjá mér en vildi samt leigja.“

Skunkman-funk tekur þetta til athugunar og segir margt ráðast af samhenginu. „Eins og þú lýsir þessu ertu alls óbundinn að mínu mati. En ef þú ert stór forsenda þess að einstaklingur ákvað að færa líf sitt hingað teljandi sig vera með pottþétta leigu þá er þetta komið á grátt svæði. Burtséð frá mórölskum sjónarhóli ertu auðvitað í fullum lagalegum rétt samt.“

„Ég er náttúrulega alltaf í rétti,“ segir þá Skratti, „hef ekki skrifað undir neitt,“ og bætir við broskalli – 🙂

„Viltu ekki geyma vegabréfið þeirra líka í leiðinni?“

HordurSuri stingur upp á að Skratti hækki leiguna bara „Hækkaðu leiguna bara ef viðkomandi ætlar að vinna annarstaðar. Útbúa nýjan samning og hækka trygginguna eða eitthvað.“

Vigdis1986 lætur aftur á móti vita að persónulega finnist henni að „eigi að banna vinnuveitendum að leigja starfsfólki húsnæði. Það skapar ennþá meira valdaójafnvægi en er nú þegar til staðar, á báðum stöðum.“

Skratti segir þá: „Þú meinar … en ef vinnuveitandinn – er þúst – ekki fáviti og vill gera vel við starfsfólk?“

„Alveg sama hversu góðhjartaður vinnuveitandinn er,“ segir Vigdis1986, „þá er þetta prinsipp mál að mínu mati.“

„Last þú,“ spyr þá Skratti, „þar sem ég sagði að þetta væri tímabundinn samningur – ætlaður til þess að auðvelda viðkomandi að flytja hingað? Þarf alltaf að taka neikvæðasta teikið?“

„Ertu að djóka eða?“ spyr mikrofan123 á móti. „Viltu ekki geyma vegabréfið þeirra líka í leiðinni og gera þetta einfalt? Það er svo sjúkt að þér finnist ekkert að þessu, hvernig heldur þú að einstaklingum líði að vinna hjá þér þegar þú ert haldandi á leigusamningnum? En þú ert góður gæi þetta er allt í læ.“

Samtalið er lengra og því virðist, þegar þetta er skrifað, hvergi nærri lokið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí