400 liðsmenn 15 herja, auk Landhelgisgæslunnar, æfa sprengjuleit á Reykjanesi

B2 sprengjuþoturnar sem heiðruðu landsmenn með nærveru sinni seinni hluta sumars eru farnar af landinu, en samstarfsverkefni um varnir og hernað virðast viðvarandi um þessar mundir. Undanliðnar tvær vikur hafa staðið yfir sprengjuleitaræfingar á Reykjanesi og í Hvalfirði, á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þátttakendur í æfingunum eru alls 400, frá sextán aðildarríkjum bandalagsins, að Íslandi meðtöldu.

„Northern Challenge 23“ nefnist æfingin, sem stendur yfir frá 25. september þar til á morgun, fimmtudaginn 5. október. Á hverjum degi hafa þátttakendur fengið tvö útköll um sprengjuógn, með vaxandi flækjustigi hvern dag. Á vef upplýsingadeildar Bandaríkjahers er vitnað í þátttakendur um hversu gagnleg æfingin var til samstillingar NATO-ríkjanna.

Viðvarandi æfingar og framkvæmdir Bandaríkjahers og aðildarríkja NATO á Íslandi hafa ekki farið fram hjá umheiminum. Um miðjan ágúst birti enskumælandi fréttamiðill kínverska hersins frétt undir fyrirsögninni „Iceland to become key operational base for NATO“ – eða: Ísland að verða lykilbækistöð Atlantshafsbandalagsins.

Heimild: DVIDS.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí