82% þeirra sem taka afstöðu vilja Bjarna ekki í ríkisstjórn
Ný könnun Maskínu staðfestir enn hversu óvinsæll stjórnmálamaður Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er og hversu fáir treysta honum. Í könnuninni var fólk spurt hvað Bjarni eigi að gera nú, þegar hann hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsmálaráðherra. 2,8% vilja að hann dragi afsögn sína til baka og 13,0% að hann fái annað ráðherraembætti. 13,5% taka ekki afstöðu en 71,5% segja að Bjarni eigi að fara úr ríkisstjórninni.
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu segja 82% að Bjarni eigi að fara úr ríkisstjórninni.
Þessi könnun er í takt við margar aðrar frá liðnum árum sem hafa sýnt hversu lítið traust Bjarni hefur hjá þjóðinni. Samt fjalla fjölmiðlar ætíð um Bjarna sem afburða stjórnmálamann, mann sem verstu skandalar hafi engin áhrif á og foringja sem njóti mikils trausts. Ekkert af þessu hefur nokkru sinni átt stoð í þeim raunveruleika sem kannanir sýna.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward