Áslaug Arna gunga og heigull að gangast ekki við ræðunni

Í stað þess að standa með eigin gjörðum þá hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ákveðið að fara þá leið að segja alla hafa misskilið hana. Ræðan sem hún flutti á svokölluðum Sjávarútvegsdegi í gær hefur vakið mikla reiði meðal VG-liða en í ræðunni hjólaði Áslaug í samstarfskonu sína, Svandísi Svavarsdóttur.

Nú degi síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Nú segir hún ræðuna hafa verið tekna úr samhengi og að hún hafi ekki meint neitt með því að birta mynd af henni. Með öðrum orðum þá lygur hún hiklaust, þó ræðan hafi verið birt á netinu og öllum bersýnilegt hvað hún var að reyna að gera. Í viðtali við RÚV segir Áslaug Arna: . „Ég birti mynd af matvælaráðherra undir þessu sem kannski setja skilaboðin eða orðin mín í annað samhengi en ætlunin var. Og mér þykir það leiðinlegt. Ég skil vel að hún er ósátt eins og fólk sér þennan bút, ég vona að fólk og flestir horfi samt á alla ræðuna til að setja þetta í samhengi.“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður segir að Áslaug sé ekki einungis lygari heldur einnig heigull. „Meiri ræfildómurinn í Áslaugu Örnu. Hún getur ekki gengist afdráttarlaust við því sem hún gerði og sagði, heldur reynir eins og hver önnur bleyða að ljúga því að „orð sín hafi verið sett í annað samhengi en hún ætlaði“. Og að myndin af Svandísi hafi „kannski“ sett orð hennar „í annað samhengi en ætlunin var,“ skrifar hann á Facebook.

Hann segist löngu orðinn þreyttur á þessum leik, sem sumir stjórnmálamenn hika ekki við spila. „Þetta var klár lygi og við vitum það öll. Þessar ömurlegu skítapillur Áslaugar Örnu birtust í nákvæmlega rétta samhenginu. Þetta er dæmi sem hefur tíðkast of lengi í íslenskri pólitík — einhver lýgur, allir vita að það er lýgi, lygarinn veit að allir vita það, allir vita að lygarinn veit að allir vita það … en samt er haldið áfram.“

Hér fyrir neðan má svo sjá ræðuna misskildu, en Áslaug tekur til máls þegar 11 mínútur og 30 sekúndur eru liðnar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí