Gæðastjóri RÚV lærði af Wintris-málinu að sænskum blaðamönnum er ekki treystandi

Svo virðist sem varadagskrástjóri RÚV og jafnfram gæðastjóri yfir öllum heimildarefni hafi dregið þann lærdóm af Wintris-málinu alræmda að sænskum blaðamönnum sé ekki treystandi. Með öðrum orðum þá setur hún sig í spor Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var gómaður með fé í aflandsjóðum en ekki almennings.

Þetta viðhorf Margrétar Jónasdóttur kom fram þegar hún var að afsaka sjálfa sig og þá ákvörðun að sýna myndina Baráttan um Ísland, mynd nær er að kalla áróðursmynd en heimildarmynd. Áróðursmynd þar sem helstu fjárglæpamenn hrunsáranna fá að ljúga eins og þeim hentar um eigin glæpi.

Það er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor sem vekur athygli á þessum ummælum Margrétar. Hanns skrifar á Facebook seint í gærkvöldi: „Eftirfarandi ummæli varadagskrárstjóra RÚV og aðalleikstjóra myndarinnar Baráttan um Ísland í viðtali á RÚV í dag vöktu sérstaka athygli mína: „Á endanum settluðumst ég og kaupendur á sænskan rannsóknarblaðamann sem var kannski ekki besti kosturinn fyrir Ísland því við munum hvað sænskir rannsóknarblaðamenn; hvernig þeir fóru í panamaskjölunum að mönnum. Og það var kannski ekki gott til að efla traust.“ Traust hverra?“

Ein og sér þá eru þessi ummæli mjög afhjúpandi fyrir hvernig unnið var að myndinni Baráttan um Ísland. Það sem er þó talsvert ískyggilegra er að Margrét er gæðastjóri yfir öllu heimildarefni sem RÚV birtir. Það má ganga að því sem vísu að umfjöllun RÚV um Wintris-málið myndi ekki sleppa í gegnum „gæðaeftirlit“ hennar. Og hvað mun jafn gæðalaus gæðastjóri og Margrét eiginlega bjóða landsmönnum upp á í framtíðinni?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí