Íhaldsflokkurinn kennir innflytjendum og flóttamönnum um það sem miður fer

Landsþingi Íhaldsflokksins í Manchester í Bretlandi er nýlokið. Flokkurinn hefur gegnið í gegnum miklar sviptingar síðastliðin ár, Boris Johnsons fv. formaður flokksins og forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum í fyrra og við tók Liz Truss, sem tókst að rústa efnahag landsins á nokkrum með últra nýfrjálshyggu stefnu sinni og hrökklaðist frá völdum á rúmum mánuði. Við tók núverandi forsætisráðherra landsins Rishi Sunak sem hefur verið að glíma við þreytu með 13 ára stjórn flokksins og hrun í skoðanakönnunum.

Landsþingið byrjaði á haturfullri ræðu innanríkisráðherrans, Suella Braverman, þar sem hún talaði um að landið væri undir árás hælisleitenda sem líkja mætti við fellibyl. Sagði hún að pólitíkusar væru of hræddir við að tala um innflytjendur þar sem þeir óttuðust að vera kallaðir rasistar. Hún vill rífa alþjóðasamninga um eins og flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna frá 1951 þar sem þeir stöðvuðu það að lönd eins og Bretland gætu hent út fólki sem væru á flótta frá ofsóknum. Hefur ræðu hennar verið líkt við alræmda rasíska ræðu Enok Powell frá 1968 sem kölluð var „Ár blóðs munu streyma“ ræðan. Munurinn er sá að Powell var rekinn úr áhrifastöðu innann Íhaldsflokksins fyrir sína ræðu en Braveman er fagnað. Það er frekar kaldhæðnislegt þar sem foreldrar Braverman komu til Bretlands sem flóttamenn á 8. áratug síðustu aldar.

Braveman hélt síðan áfram að ráðast á réttindi transfólks sem hún kallaði eitur í samfélaginu. Er greinilegt með þessa að tóninn hefur verið gefinn á það sem Íhaldsflokkurinn ætlar að keyra næstu kosningabaráttu á. Efnahags- og félagsmál eru í rúst, heilbrigðiskerfið komið á vonar völ og flokkurinn hefur hrunið í skoðanakönnunum. Ljóst er að til þess að reyna að rétta sig við hefur flokkurinn ákveðið að kynda undir hatursumræðu í samfélaginu og reyna að snúa fólki á móti þeim hópum sem minnst mega sín í samfélaginu.

Rishi Sunak forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins flutti ræðu sína við lok þingsins í gær. Hann talaði mikið um Margaret Thatcher, leiðtoga flokksins á 9. Áratugnum og einn umdeildasta forsætisráðherra Bretlands. Hún er sérstaklega hötuð í norður Englandi og því ákveðinn kjarkur að tala vel um hana í Manchester. Hann tilkynnti líka að háhraðalest (HS2) sem átti að byggja frá London til Manchester myndi einungis fara hálfa leið til Birmingham. Sunak var tíðrætt um breytingar, sagði sig talsmann breytinga þó að Íhaldsflokkurinn hefði verið við völd í 13 ár samfellt. Svo lagði hann til að reykingar yrðu bannaðar í landinu í nákominni framtíð. Lítið sem ekkert var talað um lífskjarakrísuna og efnahagsmálin enda flokkurinn í slæmum málum varðandi þau mál. Er greinilegt að flokkurinn ætlar að reyna að snúa baráttunni upp í umræðu um mál eins og innflytjendur, nostalgíu og fátæktarandúð enda voru árásir á meinta svindlara meðal bótaþega áberandi á þinginu meðan ekkert var talað um skattsvik og undanskot.

Tónninn á þinginu virðist vera sá tónn sem helst er áberandi hjá hægriflokkum í heiminum í dag. Þegar illa gengur er innflytjendum og flóttamönnum kennt um, ráðist er á örsmáa minnihlutahópa eins og transfólk og boðuð harka gegn þeim sem minna mega sín. Má sá þess merki á Íslandi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sér fram á fylgishrun og hefur aukið árásir á flóttamenn til landsins. Bendir það því miður til þess að svona verði tónninn í komandi kosningum á Íslandi ekki frekar en Bretlandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí