Flóttafólk frá Venesúela tók sér þögla mótmælastöðu framan við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun en venesúelska samfélagið er harmi slegið eftir að stórum hópi fólks var synjað um vernd á dögunum. Þá hafa yfirvöld lýsti því yfir að ekki lengur sé litið á landið sem óöruggt í þeim skilningi svo meiningin er að senda megin þorra þeirra sem bíða hér svars um vernd heim á leið.
Samstöðin var svæðinu og tók nokkra tali en mikill ótti er meðal flóttafólksins um að koma fyrir í mynd ef þau eiga enn virka umsókn inni. Óttinn við að verða hegnt fyrir að mótmæla lifir með þeim frá heimalandinu. Margir eru í þeirri stöðu að hafa dvalið hér í meira en ár, hafa jafnvel fengið kennitölu og atvinnuleyfi en aðrir fjölskyldumeðlimir séu enn að bíða svara eða þegar fengið synjun. Það er því verið að rífa í sundur fjölskyldur og senda fólk allslaust aftur til heimalandsins sem þau eru öll sammála um að sé ekki orðin viðunandi.
Nánari umfjöllun og viðtöl við flóttafólk frá Venesúela verður hér á Samstöðinni í Rauða borðinu í kvöld.