Íslensk stjórnvöld slíta í sundur fjölskyldubönd fólks frá Venesúela

Flóttafólk frá Venesúela tók sér þögla mótmælastöðu framan við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun en venesúelska samfélagið er harmi slegið eftir að stórum hópi fólks var synjað um vernd á dögunum.  Þá hafa yfirvöld lýsti því yfir að ekki lengur sé litið á landið sem óöruggt í þeim skilningi svo meiningin er að senda megin þorra þeirra sem bíða hér svars um vernd heim á leið.  

Samstöðin var svæðinu og tók nokkra tali en mikill ótti er meðal flóttafólksins um að koma fyrir í mynd ef þau eiga enn virka umsókn inni.  Óttinn við að verða hegnt fyrir að mótmæla lifir með þeim frá heimalandinu.  Margir eru í þeirri stöðu að hafa dvalið hér í meira en ár, hafa jafnvel fengið kennitölu og atvinnuleyfi en aðrir fjölskyldumeðlimir séu enn að bíða svara eða þegar fengið synjun.  Það er því verið að rífa í sundur fjölskyldur og senda fólk allslaust aftur til heimalandsins sem þau eru öll sammála um að sé ekki orðin viðunandi.

Nánari umfjöllun og viðtöl við flóttafólk frá Venesúela verður hér á Samstöðinni í Rauða borðinu í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí