Konur úr 40 félagasamtökum hittu blaðamenn í morgun undir slagorðinu „Kallarðu þetta jafnrétti?” Konur stigu ein og ein fram í einu og fór með staðreyndir um ójöfn kjör, talnagögn um kynferðisofbeldi og fleira sem enduðu á spurningunni „Kallarðu þetta jafnrétti”. Þar var á ferð kynning á kvennaverkfallinu sem fyrirhugað er þann 24. Október nk.
Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf þennan dag og mæta á Arnarhól þar sem dagskrá mun fara fram á milli 14.00 og 15.00.

Inga Auðbjörg og Sonja Þorbergsdóttir verkefnastjórar og skipuleggjendur Kvennaverkfallsins í ár verða gestir Maríu Pétursdóttur og Söru Stef Hildardóttur í þættinum Sósíalískir femínistar í kvöld.
Inga Auðbjörg Straumland og Sonja Þorbergsdóttir verkefnastjórar og skipuleggjendur Kvennaverkfallsins í ár verða gestir Maríu Pétursdóttur og Söru Stef Hildardóttur í þættinum Sósíalískir femínistar í kvöld klukkan 22.00 hér á Samstöðinni.
Kvennaverkfallið í ár byggir á þeirri staðreynd að enn er algjört vanmat á störfum kvenna í samfélaginu, launuðum sem ólaunuðum, og enn er ofbeldi gegn konum eins og faraldur sem fær að geisa hömlulaus, kynslóð eftir kynslóð. Þrátt fyrir að Ísland kynni sig sem jafnréttisparadís út á við er margt enn óunnið í jafnréttismálum hér á landi og er því yfirskrift verkfallsins samhljóma slagorðinu „Kallarðu þetta jafnrétti?”
Í þætti kvöldsins segja þær Sonja og Inga Auðbjörg frá því hvernig undirbúningur verkfallsins gengur og hvað konum gengur til nú næstum fimmtíu árum eftir að konur lögðu fyrst niður störf svo öll heimsbyggðin tók eftir?