Nýr fjármálaráðherra unnið fyrir flokkinn allan sinn starfsaldur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýr fjármálaráðherra hefur unnið alla sinn starfsaldur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hún er fædd 1987 og verður 36 ára í næsta mánuði. Hún var kjörin í stjórn Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, þegar hún var nítján ára og fór þá einnig í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tvítug varð Þórdís Kolbrún formaður Þórs og settist þá líka í umhverfisnefnd Akraness fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Þórdís Kolbrún kláraði BA í lögfræði við Háskóla Íslands 23 ára og ML prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðan hún lauk námi. Að því loknu gerðist hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 25 ára og svo aðstoðarmaður Ólafar Nordal í innanríkisráðuneytinu þegar hún var 27 ára.

Þórdís var kjörin á þing haustið 2016, þegar hún var 28 ára og varð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 29 ára í skammlífri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og hélt því embætti áfram á fyrra kjörtímabili ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Tók svo við utanríkisráðuneytinu eftir síðustu kosningar, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var færður í umhverfisráðuneytið.

Og nú tekur Þórdís Kolbrún við fjármálaráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni, sem tekur á móti við utanríkisráðuneytinu af Bjarna. Hún tekur við ríkissjóði sem skuldar kannski ekki mikið en ber mikinn vaxtakostnað vagna verðbólgu og hárra vaxta. Kröfur standa á fjármálaráðuneytið úr öllum áttum um að hætta að reka ríkissjóð með halla í hagvexti og verðbólgu. Sumir vilja skera niður almannaþjónustu og selja eignir til að stoppa í gatið en aðrir vilja hækka skatta á þau sem hafa notið skattalækkana á nýfrjálshyggjutímanum, ríkustu fjármagnseigenda landsins og stærstu eigenda stærstu fyrirtækjanna. Þetta er rekstrarvandinn, en undir liggur langvarandi vanræksla við uppbyggingu innviða og grunnkerfa samfélagsins, sem er annar arfur frá nýfrjálshyggjunni. Þessi vanræksla veldur lífskjaraskerðingu þeirra sem þurfa á þessum kerfum að halda og magna upp kröfur þeirra um hærri laun og tekjur, grefur undan því velferðarkerfi sem tókst að byggja upp á síðustu öld þrátt fyrir mikla andstöðu hinna ríku.

Þetta er staðan sem Þórdís Kolbrún stendur frammi fyrir. Ef ekki á illa að fara verður hún að breyta algjörlega um stefnu. Sú sem Bjarni rak hefur valdið ofþenslu í ferðaþjónustu, verðbólgu, veikingu innviða, háum vöxtum og vaxandi félagslegu óréttlæti og óróa. Líkurnar á að ungur ráðherra sem segja má að sé alinn upp innan flokksins taki þá U-beygju sem þarf eru hins vegar litlar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí