ÖBÍ skora á ráðherra að beita sér gegn brottvísun Husseins Hussein

Á mánudag sendu ÖBÍ réttindasamtök áskorun til forsætis-, dómsmála- og félags- og vinnumarkaðsráðherra vegna yfirvofandi brottvísunar Husseins Hussein, fatlaðs manns frá Írak, og fjölskyldu hans. Þar taka samtökin undir með áskorun Þroskahjálpar sama efnis, fordæma framkvæmdina og segja mikilvægt að hún sé dregin til baka án tafar.

Þá skorar Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, á ráðherrana að beita sér fyrir því að niðurstaðan í máli Husseins og öðrum sambærilegum málum samræmist mannúðarsjónarmiðum „sem eiga að ráða afgreiðslu mála jaðarsettustu hópa samfélagsins.“

Áskorunin

Áskorunin í heild er svohljóðandi:

„Ágæti ráðherra,

ÖBÍ réttindasamtök skora á þig að beita þér gegn brottvísun Husseins Hussein, fatlaðs manns frá Írak, sem kærunefnd útlendingamála ákvað í vikunni að skyldi vísa úr landi ásamt fjölskyldu sinni. ÖBÍ tekur að fullu undir áskorun Þroskahjálpar sama efnis, fordæmir þessa framkvæmd og telur mikilvægt að hún sé dregin til baka án tafar.

ÖBÍ tekur einnig undir þær áhyggjur sem lögfræðingur fjölskyldunnar hefur lýst í kjölfar ákvörðunar kærunefndar. Óboðlegt er að ekki sé litið til álits og greinargerðar réttindagæslumanns fatlaðs fólks sem taldi stjórnvöldum skylt að greina stuðningsmat Husseins. Þá er einnig áhyggjuefni að rannsóknir vanti og að þversagnir séu í röksemdum, líkt og lögfræðingurinn hefur bent á.

Sem formaður ÖBÍ réttindasamtaka skora ég á þig að beita þér fyrir því að niðurstaðan í máli Husseins og öllum sambærilegum málum samræmist þeim mannúðarsjónarmiðum sem eiga að ráða afgreiðslu mála jaðarsettustu hópa samfélagsins. Ítarlegar skýrslur liggja fyrir um bágborna stöðu flóttafólks á Grikklandi, en þangað á að vísa Hussein og fjölskyldu. Fatlað fólk á Grikklandi er í sérstaklega viðkvæmri stöðu og stendur gjarnan utan heilbrigðiskerfisins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí