Óskar RÚV til hamingju með skúbbið: „Hrunið var þá engum að kenna“

„Ef marka má nýja heimildarmynd Sjónvarpsins um Hrunið þá var það engum að kenna,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs á Facebook. Þar vísar hann til heimildarmyndarinnar umdeildu Baráttan um Íslands, en líkt og Samstöðin hefur ítrekað greint frá þá má helst lýsa myndinni sem hvítþvættii helstu gerenda hrunsins. Leikstjóri myndarinnar, Margrét Jónasdóttir, er jafnframt gæðastjóri RÚV, en sú staða felur í sér „gæðaeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp“.

Reynir heldur áfram og skrifar kerskinn: „ Einn helsti viðmælandinn í þáttunum er Sigurður Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar bankastjóra Landsbankans. Skjólstæðingur hans gerði ekkert af sér. Forsvarsmenn Kaupþings voru dæmdir í fangelsi blásaklausir. Til hamingju með skúbbið RÚV og samúðarkveðjur vegna allar þeirra sem krefjast þess að nöfn þeirra verði fjarlægð úr heimildaskrá myndarinnar“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí