Palestínska móðirin Jawaher og börn hennar bíða enn brottvísunar við Bæjarhraun

Í byrjun september fjallaði Samstöðin, ásamt fleiri fjölmiðlum, um mál Jawaher, átta barna móðir frá Palestínu, sem sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt börnum sínum en var synjað. Hún beið á þeim tímapunkti brottvísunar, í húsnæðisúrræði Ríkislögreglustjóra við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Nú sex vikum síðar hefur brottvísun fjölskyldunnar hins vegar ekki átt sér stað, samkvæmt heimildum Samstöðvarinnar. Jawaher og börnin bíða enn á sama stað, milli vonar og ótta, eftir því að bankað verði upp á og þeim skipað um borð í flugvél til að hverfa frá landinu, á milli þess sem þeim berast hörmungarfréttir af nýhöfnu stríði.

Hafa nú dvaldið í tæpt ár á Íslandi

Jawaher og börn hennar komu til Íslands í byrjun árs. Afgreiðsla umsóknar þeirra fram að synjun tók átta mánuði. Tíminn heldur áfram að líða og lífið heldur áfram að verða fáránlegra.

Þrjú barnanna eru sögð í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Elsta dóttirin er með andlega fötlun og getur ekki séð um sig sjálf, sagði í tilkynningu frá samtökunum Réttur barna á flótta. Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks og talskona samtakanna Tabú, vakti einnig athygli á stöðu fjölskyldunnar. Hún útskýrði að unga konan væri með þroskahömlun og þyrfti mikinn stuðning í daglegu lífi.

Þá kom fram að annað úr hópi barnanna flogaveikt. Freyja tilgreindi nánar að það þurfi að hafa öruggan aðgang að lyfjum og sé enn útsettara fyrir flogum í svefnleysi og undir álagi.

Þriðja barnið var á þeim tímapunkti enn að jafna sig eftir skurðaðgerð í lok ágúst. Freyja bætti við að það þyrfti öryggi, heilsusamlegt umhverfi og eftirlit. Þá kom fram að móðirin sjálf ætti við veikindi að stríða.

Það var að skilja á máli talsmannsins sem Rauði krossinn á Íslandi skipaði fjölskyldunni, að þar sem um svokallað Dyflinnarmál væri að ræða, væri lítil von til að ákvörðun íslenskra stjórnvalda yrði snúið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí