VG snýr bakinu við Palestínumönnum

Það kveður við nokkur nýjan tón hjá Vinstri grænum í yfirlýsingu vegna ástandsins í Miðausturlöndum. Bjarni Jónsson, þingmaður VG, deilir á Facebook yfirlýsingu sem hann jafnframt segir að sé stefna VG í alþjóða- og friðamálum. Af lestri yfirlýsingarinnar má sjá að flokkurinn er nú óneitanlega kominn nær því að styðja Ísrael en Palestínu. Það er talsverð breyting frá því sem áður var, en VG voru lengi helstu bandamenn Palestínumanna meðal íslenskra flokka.

Bjarni fordæmir árás Palestínumanna inn í Ísrael á dögunum en eyðir talsvert færri orðum í stanslausar árásir Ísraela á Gaza, bæði í nútíð og þátíð. „Vegna viðbragða við sameiginlegri yfirlýsingu formanna landsdeilda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vegna hryðjuverka árásar á börn og saklausa borgara í Ísrael, vil ég árétta mína skoðun og stefnu Vinstri grænna í alþjóða- og friðarmálum,“ skrifar Bjarni og heldur áfram:

„Vinstri græn hafa ávallt lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað sé friðsamlegra lausna í öllum deilum. Raunverulegur friður kemst aldrei á með vopnavaldi og kúgun og mikilvægt er að standa vörð um alþjóðalög og ekki sé brotið á mannréttindum. Ofbeldi verður aldrei réttlætt með því að setja það í samhengi við annað ofbeldi. Hryðjuverk Hamas-liða er ólíðandi og verður ekki réttlætt hvað sem á undan hefur gengið.“

Ofbeldi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum fær svo að fljóta með, í einni setningu. „Jafnframt er ekki þar með verið að afneita þeirri staðreynd að Ísrael hefur beitt Palestínumenn ofbeldi ártugum saman og valdið þjáningum og mannfalli. Alveg eins og það er ekki hægt með nokkrum hætti að réttlæta þessi hryðjuverk Hamasliða, er ekki hægt að réttlæta þau voðaverk sem íbúar Gaza verða fyrir núna. Það verður að tryggja tveggja ríkja lausn og að Palestínumenn og Ísraelar geti búið við frið til framtíðar,“ segir Bjarni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí