Eina vitið að byggja Suðurlandsflugvöll við Selfoss í ljósi eldsumbrota um ókomna tíð

„Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi sést enn betur en áður að fjárfesting í nýjum flugvelli í Hvassahrauni er hæpin í meira lagi. Ofan á aðrar efasemdir bætist að Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð og ekki er gott að hafa báða aðalflugvelli landsmanna á eldvirku nesi, sömu megin við höfuðborgarsvæðið.“

Svo hefst pistill eftir Guðjón O. Sigurbjartsson sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að eðlilega sé enginn vilji hjá borgarbúum að auka starfsemi Reykjavíkurflugvallar en flestir vilja í raun völlinn burt. Guðjón leggur því til nýja lausn sem allir ættu í raun að geta sætt sig við. Hann segir að eina vitið sé að reisa nýja varaflugvöll fyrir höfuðborgarsvæðið í nágrenni við Selfoss. Það svæði henti sérstaklega vel til þess því eldvirkni er minni þar á sama tíma og ekki er svo langt að ferðast til Reykjavíkur. Ofan á þetta bætist við að Suðurland er helsti áfangastaður flestra ferðamanna.

 „Jarðvísindamenn telja nú að hafið sé tímabil mikillar eldvirkni á Reykjanesskaga sem staðið getur í áratugi og jafnvel árhundruð. Inn á milli geta kröftug eldgos haft mikil áhrif á flug til og frá landinu og þéttbýlið á SV-horninu. Hraun gæti runnið yfir Reykjanesbraut og Suðurstrandarveg og kröftug öskugos gert KEF og jafnvel REY óstarfhæfa um tíma. Því er aðkallandi að byggja upp nýjan (vara)alþjóðaflugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem jafnframt getur tekið við innanlandsfluginu tímabundið ef þarf,“ segir Guðjón.

Hann færir nokkuð sannfærandi rök fyrir því að best væri að hafa þennan nýja flugvöll,s em gæti tekið við af Reykjavíkurflugvelli í nágrenni við Selfoss. „Það er mikilvægt og hagkvæmt að hafa varaflugvöllinn ekki mjög langt frá aðalflugvelli og því svæði sem flestir vilja og þurfa að fara til, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan þarf líka góða samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á SV-horninu. Suðurland í nágrenni Selfoss virðist augljós kostur í þessu sambandi. Um 90% erlendra ferðamanna fara „Gullna hringinn“ og margir, sérstaklega þeir sem eru að koma í annað eða þriðja sinn til landsins, munu væntanlega nýta sér að koma beint á Suðurland. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja nálæg svæði og landið allt, meðal annars með því að gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, ekki síst með tilkomu uppbyggðra heilsárshálendisvega sem munu opna dásemdir hálendisins og stytta leiðir milli landshluta. Byggja mætti hvort tveggja nýjan Suðurlandsflugvöll og heilsárshálendisvegi með PPP-framkvæmd af notkunargjöldum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí