Hæstiréttur Bretlands úrskurðar: útvistun flóttafólks til Rúanda er ólögmæt

Nú að morgni miðvikudags úrskurðaði æðsti dómstóll Bretlands að áform þarlendra stjórnvalda um að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd utan landsins, í Rúanda, eru ólögmæt. Áætlunin hefur verið hornsteinn í baráttu Rishi Sunak forsætisráðherra gegn óreglulegum innflutningi fólks, um leið og mannréttindasamtök bæði innan Bretlands og á alþjóðavettvangi hafa lýst yfir þungum áhyggjum yfir henni.

Áform frá stjórnartíð Boris Johnson

Úrskurður hæstaréttar er sagður mikið högg fyrir stefnu forsætisráðherrans. Hugmyndin um að herða tök stjórnvalda á umferð yfir landamæri landsins lykilatriði í herferð andstæðinga Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016, sem leiddi til úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Fjöldi innflytjenda til landsins hefur, þvert á þau áform, haldið áfram að aukast allar götur síðan. Nettó innflytjendur – það er að innflytjendur frátöldum þeim sem fluttu burt frá landinu – árið 2022 voru 600.000 árið 2022.

Það var Boris Johnson sem kynnti áformin um útvistun á hýsingu umsækjenda um alþjóðlega vernd til Rúanda vorið 2022, með það markmið í huga öðru fremur að fæla þá sem koma til landsins á bátum yfir Ermasund frá ferðinni. Á síðasta ári fóru tæplega 46.000 manns þá leið, en 27.000 það sem af er þessu ári. Næðu áform stjórnvalda um útvistun til Rúanda fram að ganga, þá myndi hver sem kæmi þá leið til Bretlands, frá og með upphafi næsta árs, 2024, sæta brottvísun til Afríkuríkisins, og dvelja þar á meðan umsókn þeirra væri tekin til afgreiðslu.

Fyrstu brottvísanir samkvæmt þessum áformum voru stöðvaðar sumarið 2022, með lögbanni frá Mannréttindadómstóli Evrópu, sem hindraði áformin þar til þau hefðu farið fyrir breska dómstóla.

Hugleiða að segja skilið við Mannréttindasáttmálann

Meðlimir ríkisstjórnarinnar hafa nýverið viðrað það álit að ef svo færi að áformin yrðu úrskurðuð ólögmæt af breskum dómstól, ætti Bretland að segja skilið við Mannréttindasáttmála Evrópu. Bretland lék lykilhlutverk í tilurð og mótun sáttmálans eftir síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun Reuters á miðvikudag er nefnt að uppsögn þeirra grundvallarréttinda hefði veruleg neikvæð áhrif á ásýnd Bretlands á alþjóðavettvangi. Eru þá ótalin verulega neikvæð áhrif á þær manneskjur sem gætu þá sætt mannréttindabrotum af hálfu breskra stjórnvalda.

Bretland er eitt fjögurra Evrópuríkja þar sem ráðamenn hafa fært í orð áform af þessum toga, það er útvistun verndarkerfisins til annars ríkis, í öllum tilfellum utan Evrópusambandsins. Hin eru Danmörk, Austurríki og Ítalía.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí