Forsætisráðherra Bretlands segist ekki ætla að virða úrskurði alþjóðlegra dómstóla

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segir að hann muni ekki virða niðurstöður alþjóðlegra dómstóla, þegar kemur að því að senda flóttafólk úr landi og til Rúanda. Hæstiréttur í Bretlandi úrskurðaði í síðasta mánuði að Rúanda áætlun breskra stjórnvalda stæðist hvorki bresk lög né alþjóðalög. 

Rúanda áætlunin er stefna í málefnum flóttafólks í Bretlandi sem breska ríkisstjórnin lagði fram í apríl 2022. Hún gengur út á að fólk sem talið er ólöglegir innflytjendur en einnig hælisleitendur, verði sent til Rúanda í Afríku, í flóttamannabúðir þar sem það umsóknir þess verði metnar og þeim mögulega veitt þar hæli. Fólki sem fengi vernd samþykkta yrði að dveljast áfram í Rúanda og yrði óheimilt að koma að nýju til Bretlands. 

Hæstiréttur Bretlands heimilaði áætlunina og til stóð að senda flóttafólk úr landi þegar í júní 2022. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði hins vegar til bráðabirgða gegn Rúanda áætluninni og því varð ekkert úr brottflutningnum. Áætluninni hefur því enn ekki verið hrint í framkvæmd.

„Ég mun ekki láta erlenda dómstóla koma í veg fyrir að við setjum fólk upp í flugvélar og sendum það til Rúanda,“ sagði Sunak við LBC útvarpsstöðina í dag. Var það svar við spurningu um hvort að Íhaldsflokkurinn hefði íhugað möguleikann á að segja sig frá Mannréttindadómstólnum. 

 Sunak sagði að hann hefði nálgast málið með mjög sanngjörnum hætti. “Við höfum samþykkt ný lög í þinginu, við höfum tekið tillit til athugasemda allra, en á þessum tímapunkti er nóg komið,” sagði forsætisráðherrann. 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því að hún sé eindregið andvíg Rúanda áætluninni, hún sé lögbrot, byggð á fordómum og óframkvæmanleg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí