Hagaðilar fullvissaðir um að stjórnvöld skipti sér af fjölmiðlum í þágu ferðaiðnaðarins

Á miðvikudag varð ljóst á máli Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, og Birgis Jónssonar, forstjóra flugfélagsins Play, að stjórnvöld hefðu átt samráð við hagsmunaðaila í ferðaþjónustu um upplýsingamiðlun vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gaf gleggri mynd af þessum afskiptum að kvöldi sama dags, þegar hann skrifaði:

„Það hefur verið samhent átak í upplýsingagjöf síðustu vikur, þar sem Íslandsstofa, Utanríkisráðuneytið, Ferðamálastofa, SAF hafa unnið með Almannavörnum að því að koma réttum upplýsingum um stöðuna á framfæri og leiðrétta rangfærslur. Það er enn í gangi og verður áfram á meðan þörf er á.“

Þessi ummæli birti Jóhannes við færslu innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem spurt var hvort fulltrúar hagsmunaaðila færu ekki að hafa meiri áhrif á umfjöllun fréttamiðla sem hefði verið „klaufaleg“ frá sjónarhóli greinarinnar, bæði innanlands og erlendis. Einn meðlimur í hópnum sagðist í athugasemd við færsluna hafa orðið fyrir 80–85% tekjufalli síðan 10. nóvember „út af þessum snarbiluðu fyrirsögnum.“ Hann spurði: „Fer ekki að verða kominn tími á átak hjá Íslandsstofu?“ Fleiri tóku undir.

Jóhannes Þór fullvissaði aðila í ferðaþjónustu um að fulltrúar þeirra ættu samstarf við opinberar stofnanir um upplýsingamiðlun vegna almannavarnaástandsins.

Helstu aðferðir

Af svari Jóhannesar Þórs er ljóst að það átak er þegar hafið. Þegar hann var spurður nánar hvernig fulltrúar iðnaðarins, í samstarfi við stjórnvöld, reyni að hafa áhrif á fjölmiðla í þágu ferðaþjónustunnar svaraði Jóhannes: „T.d. með því að tryggja samræmdar upplýsingar á helstu vefsíðum, í útsendum tilkynningum, með beinum samskiptum við blaðamenn sem eru staddir hér á landi, með upplýsingagjöf til fyrirtækja, með samskiptum við fréttamiðla erlendis o.s.frv.“

Í umræðum undir færslunni birtist engin gagnrýni á þá hugmynd að stjórnvöld leyfi fulltrúum hagsmunaaðila í ferðaiðnaði að hafa afskipti af upplýsingamiðlun Almannavarna í þágu iðnaðarins, heldur virtust meðlimir hópsins frekar vilja meira af því sama. Eftir að Jóhannes taldi upp þær leiðir sem stjórnvöld beita nú þegar í þessu augnamiði var hann þannig spurður: „Hljómar vel, hvað með áhrifavalda? Er verið að pressa á erlenda fréttamiðla að leiðrétta missagnir? Þeir hafa enga ástæðu til þess að gefa út tilkynningar sem eru ekki jafn góð clickbeita og „Ísland gliðnar í sundur“ án þess að pressa einhvernveginn á þau.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí