Inflúensa lætur á sér kræla

Undanliðna þrjá mánuði hefur mátt ganga að því sem vísu, ef einhver taldi sig vera með flensu, að það væri í reynd Covid. Á tímabilinu frá ágúst til október-loka greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans 28 tilfelli af inflúensu en 482 tilfelli SARS-Cov 2, veirunnar að baki Covid. Covid hefur þannig verið 17-falt algengari sjúkdómur en flensa í greiningum Landspítalans frá því síðsumars og allt þetta haust.

Gögn frá sýkla- og veirufræðideild Landspítala, sótt 28. okt og 3. nóv  2023: Öndunarfæraveirur greindar undanfarnar 12 vikur (https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/sykla-og-veirufraedideild/)

Nú virðist hins vegar vera að flensan sé að taka svolítinn kipp, blanda sér í slaginn svo að segja: síðustu vikuna í október greindust 8 tilfelli flensu á móti 40 tilfellum SARS 2, eins og heiti Covid-veirunnar er oft stytt. Um þær mundir má því ætla, samkvæmt þessum gögnum, að Covid hafi aðeins verið um fimmfalt algengari sjúkdómur á Íslandi en flensan.

Heimild: Veirugreining LSH.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí