Katrín stefnir á ólympíugull í hræsni

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, bendir á að Katrín Jakobsdóttir eigi líklega skilið ólympíugull í hræsni. Hann segir að ekki sé langt síðan hún hafi baðað sig í sviðsljósinu sem sérstakur verndari afganskra kvenna. Á sama tíma mun ríkisstjórn hennar standa að því að afgönsk kona með læknismenntun verður hent úr landi og beint í faðm Talíbana.

„Fyrir örfáum vikum skipulagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sérstakan hliðarviðburð á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni: Styðjum afganskar konur í að endurheimta mannréttindi („Supporting Afghan Women Reclaiming their Human Rights“).  Baðaði forsætisráðherra sig þar í sviðsljósinu í útlöndum sem sérstök baráttukona fyrir réttindum afganskra kvenna,“ segir Kristinn á Facebook og heldur áfram:

„Hér heima er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að vísa Noorinu Khalikyar úr landi, afganskri konu með læknismenntun sem á enga framtíð í heimalandinu undir stjórn Talibana. Hjásetustjórnin stefnir á ólympíugull í hræsni“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí