Leggur til að Alþingismenn drekki bara heima hjá sér: „Sýnið lýðræðinu þá virðingu“

Arndís Anna Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Nú gengst hún við því að hafa verið ofurölvi á skemmtistaðnum Kiki um helgina. Þegar málið kom fyrst upp laug hún um atvikið og sagðist hafa verið handtekin því hún hafði verið of lengi inn á klósettinu. Óhætt er að segja að fáir hafi trúað því. Hið sanna er að hún var handtekin því hún lét öllum illum látum þegar dyraverðir opnuðu hurðina á salerninu.

Eftir stendur að málið er fremur vandræðalegt fyrir Pírata, enda hafa þeir ítrekað lagt áherslu á að ólíkt öðrum stjórnmálamönnum, þá séu þeir heiðarlegir og stundi ekki pólitískan spuna. Í því samhengi má benda á að Arndís Anna reyndi einnig að láta málið snúast um að Kiki sé vinsæll staður meðal samkynhneigðra, sem er í raun algjört auka atriði. „Það að lögreglan taki útkall frá hinsegin skemmtistað alvarlega, hvers eðlis sem það er, og bregðist svona skjótt við er sérstaklega mikilvægt,“ sagði Arndís Anna í fyrstu tilkynningunni vegna málsins. 

Skáldið Halldór Halldórsson, Dóri DNA, segir á Twitter að allir þingmenn, óháð flokki, geti dregið lærdóm af atvikinu. Sá lærdómur er einfaldur. „Ég bara fíla ekki alþingismenn á djamminu. Bara alls ekki. Vorkenni ykkur ekki neitt. Sýnið lýðræðinu þá virðingu að drekka bara heima hjá ykkur þessi ár sem þið eruð á alþingi. Það gerir Sigmundur Davíð allavega.“

Í athugasemd er honum bent á að Sigmundur Davíð hafi líka lent í hneyksli sem tengdist krá, Klaustur bar. Því svarar Halldór: „Ég held að hann hafi verið nokkuð edrú á Klaustur. En hann var algjörlega farinn þegar danadrottning kom í Þjóðleikhúsið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí