Leiðsögumaður myndi aldrei fara með sín eigin börn í Bláa lónið við þessar aðstæður

Þórarinn Leifsson, rithöfundur, listamaður og leiðsögumaður, deildi færslu Einars Sveinbjörssonar veðurfræðings um stöðu jarðhræringanna á Reykjanesi nú á föstudag og sagði: „Ég er sjálfur með bókaðan hóp þarna á sunnudaginn næsta. Það fyndna er að ég fæ borgað fyrir að fara með ferðamenn í bláa vatnið en færi ALDREI með mín eigin börn. Nú þarf ég að fylgjast vel með …“

Færsla veðurfræðingsins, sem fylgir þessum ummælum Þórarins, snerist um hversu ólíkt gos á þessum stað gæti orðið þeim sem íbúar á svæðinu hafa vanist undanliðin ár. Jarðsjórinn sem er einkennandi í berggrunni Reykjanesskagans nær ekki inn í eldstöðvakerfi Fagradals, skrifar hann, að minnsta kosti ekki undir Fagradalsfjall, þar sem áður hefur gosið. „Enda kom á daginn að þegar kvikan braut sér leið í mars 2021, var gosið hreint flæðigos, engar gufusprengingar eða gjóskufall sem afleiðing af snertingu kviku við vatn.“

Einar segir að lóðrétta kvikustreymið sem nú mælist í Eldvörpum og Svartsengi muni „fyrr en síðar ná upp í jarðsjóinn sem vissulega er mjög heitur fyrir og líka grunnurinn að jarðhitavirkjuninni í Svartsengi.“

„Ef ég ætti að velja um gistingu …“

Vinnuholur Svartsengis eru flestar, segir hann á milli 400 og 1.900 metra djúpar. Ofan á jarðsjónu liggi síðan þunnt lag af ferskvatni, sem sé einnig dælt upp. „Lítið verið rætt um það, a.m.k. ekki út á við, hver áhrifin á jarðhitann verður ef og þegar kvikubráðin nær upp í jarðsjóinn. Svo ekki sé talað um við hverju megi búast nái kvikan til yfirborðs með gosi þar sem gnótt er af vatni í bergrunninum.“

Einar segir lítið hafa verið rætt um það hver áhrifin á jarðhitann verða ef og þegar kvikubráðin nær upp í jarðsjóinn – „svo ekki sé talað um við hverju megi búast nái kvikan til yfirborðs með gosi þar sem gnótt er af vatni í bergrunninum.“ Hann segir líklegt að „gos á þessum stað verði með talsvert öðrum brag, í það minnsta í fyrsta fasa þess, samanborið við eldgosin þrjú í og við Geldingadali.“

Blaðamaður heyrði í Einari í síma til að spyrja hann nánar út í þessa hættu. Lítur hann svo á að ummæli Þórarins séu við hæfi, að hann myndi ekki fara með börnin sín í Bláa lónið undir þessum kringumstæðum? Veðurfræðingurinn svaraði óbeint: „Ja, ég hef sagt að ef ég ætti að velja um gistingu, hvort ég gisti í hóteli í þeim hluta Súðavíkur sem er núna bannað að dvelja á vegna snjóaflóðahættu eða gista við Bláa lónið, þá myndi ég tvímælalaust velja Súðavík.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí