„Það eru tveir staðir þar sem sólin aldrei skín og þetta er annar þeirra. Hverjum datt i hug að fjarlæja bílastæðin og gera útivistarsvæði sem aldrei er eða verður nokkruri manneskju til gleði eða ánægju.“
Þetta skrifar Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokk fólksins, á Twitter og birtir meðfylgjandi mynd. Ekki eru þó allir sammála honum um þetta. Nokkuð margir benda á að þeir hafi nú oft séð fólk í sólinni þarna fyrir utan Tollhúsið.
Leikarinn ástsæli, Vilhelm Neto, er þar á meðal, en hann skrifar: „„Sem aldrei er eða verður”Kommon maður, hef oft upplifað góða stemningu þarna.“
En svo eru fleiri sem segja oft kjaftfullt á þessu svæði. „Ég fer þarna um oft á dag og þetta svæði er búið að vera kjaftfullt í allt sumar. Vandræðaleg færsla,“ skrifar einn maður meðan annar segir: „Alltaf líf þarna þegar ég á leið framhjá.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.