Flestir sem hafa farið um á bíl í Reykjavík kannast við það hvernig umferðinn verður alltaf þyngri á haustinn, um það leyti sem skólar eru að hefjast. Björn Teitsson, einn helsti sérfræðingur Íslands hvaða varðar bílaumferð, segir að í raun sé mjög einföld lausn við þessu: að Háskóli Íslands fari að rukka fyrir bílastæði. Sem er nokkuð furðulegt í ljósi þess að háskólinn hefur ekki verið feiminn við að rukka nemendur fyrir ýmislegt í tengslum við námið sem þó á að vera ókeypis.
Innan hópsins Samtök um bíllausan lífsstíl vekur einn maður athygli á því að umferðin sé óvenjuþung í kringum háskólann um þessar mundir. „Mín upplifun af próftímabilinu við HÍ: Nemendur á bíl að hringsóla endalaust um bílaplanið í leit að lausum stæðum. Þetta er auðvitað algjör bilun, bílastæðin taka svaka pláss af háskólasvæðinu en eru samt ekki nóg miðað við ferðavenjur nemenda,“ skrifar hann.
Björn tekur undir og skrifar: „Ef það væri rukkað í stæði myndi gerast þrennt. 1. HÍ fengi böns af pening. 2. Það væru alltaf laus stæði. 3. Ferðavenjur myndu breytast (skána). Þetta er win-win-win dæmi og óþolandi heimskulegt að það er ekki löngu búið að gera þetta.“