Ritskoða samfélagsmiðla til að fegra komu stríðsglæpamannsins í Hörpu

Hillary Rodham Clinton, stríðsglæpamaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun næstkomandi sunnudag halda erindi í Hörpunni. Það eru rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir sem bjóða þessum alræmda talsmanni hernaðarstefnu Bandaríkjanna og aðskilnaðarstefnu Ísrael í heimsókn. Enginn er talinn bera meiri ábyrgð á hörmungunum í Líbíu og Clinton. Þess má geta að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bók með Ragnari nýverið og hefur hún verið dugleg að kynna bókina erlendis samhliða opinberum erindagjörðum.

Fyrir einungis örfáum dögum barðist Clinton harðlega gegn vopnahlé í Palestínu og má myndband af því sjá hér fyrir neðan. Á Íslandi er þetta einstaklega óvinsæl skoðun og hafa skoðanakannanir sýnt það svart á hvítu. Það er því kannski ekki furða að Ragnar og Yrsa sitja nú sveitt við að ritskoða alla samfélagsmiðla viðburðarins. Heimildin greinir frá því.

Búið er að fjarlægja allan texta þar sem Clinton er nefnd á nafn á heimasíðu Hörpu. Sömu sögu er að segja um auglýsingar á viðburðinum, þær eru allar horfnar. Heimildin greinir frá því að viðburðurinn hafi verið gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum. Öll slík ummæli hafa nú verið fjarlægð. Haft er eftir einum skipuleggjenda hátíðarinnar að gagnrýni á Clinton hafi verið fjarlægð til að „gæta orðspors hátíðarinnar“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí