Smærri fyrirtæki sýna samstöðu með almenningi andspænis hamförunum á Reykjanesi

Ótal smærri fyrirtæki hafa reynst boðin og búin að leggja Grindvíkingum lið á einn og annan veg undanliðna daga. Hótel á Selfossi hefur látið vita að Grindvíkingum standi laus hótelherbergi til boða, endurgjaldslaust, ein verslun í Reykjavík lætur foreldra vita að grindvísk börn sem eiga afmæli geti fengið þar afmælisvörur sér að kostnaðarlausu, önnur býður grindvískum jólasveinum aðstoð við skógjafir. Bílaleiga nokkur býður Grindvíkingum frían bíl til afnota og kvikmyndahús býður Grindvíkingum frítt í bíó til 1. desember.

Eru þá aðeins talin boð nokkurra þeirra fyrirtækja sem hafa komið þeim áleiðis undanliðna daga, en ótalin sú samstaða sem almenningur hefur sýnt um húsaskjól og fleira. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga er einn helsti vettvangur samskipta milli flóttafólksins frá Grindavík og þeirra sem bjóða þeim aðstoð.

Andblær þessara boða er óneitanlega af öðrum toga en sá sem barst frá Samtökum atvinnulífsins í upphafi vikunnar, er þeim lá mest á að minna fyrirtæki í Grindavík á að þau þurfi ekki að greiða starfsfólki laun á meðan náttúruhamfarir aftra rekstri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí