Vignir bendir Blikamönnum á að Ísrael hafi myrt jafnmörg börn og búa í Kópavogi síðustu vikur

Leikarinn Vignir Rafn Valþórsson hvetur Breiðablik til að slá af væntanlegan leik gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Stefnt er að því að leikurinn fari fram þann 30. nóvember á Íslandi en hann er sá síðasti í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu.

„Á fimmtudaginn spilar fótboltafélagið sem ég hef haldið með frá fæðingu á móti félagi frá Ísrael -rétt í miðju þjóðarmorði. Auðvitað er þetta ekkert sem Blikar ákváðu og mantran er að þau geti ekkert gert og félagið muni tapa svo miklum peningum ef það ákveður að gera eitthvað – t.d. neita að spila (hugmynd?) En þannig vinnur vondi kallinn – með því að hrætt fólk gerir ekkert,“ segir Vignir Rafn á Facebook.

Hann bendir svo Blikamönnum á að þeir séu að fara að keppa við þjóð sem hefur myrt um átta þúsund börn, jafnmörg og búa í Kópavogi, á síðustu vikum.  „Þess má geta að á síðustu sjö vikum hafa yfir áttaþúsund börn verið myrt á Gaza. -það eru svona sirka öll börn á grunnskóla aldri í Kópavogi. Öll börn Kópavogs undir 15 ára dáin. Lestu þessa setningu aftur. Áfram Breiðablik?2

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí