Leikarinn Vignir Rafn Valþórsson hvetur Breiðablik til að slá af væntanlegan leik gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Stefnt er að því að leikurinn fari fram þann 30. nóvember á Íslandi en hann er sá síðasti í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu.
„Á fimmtudaginn spilar fótboltafélagið sem ég hef haldið með frá fæðingu á móti félagi frá Ísrael -rétt í miðju þjóðarmorði. Auðvitað er þetta ekkert sem Blikar ákváðu og mantran er að þau geti ekkert gert og félagið muni tapa svo miklum peningum ef það ákveður að gera eitthvað – t.d. neita að spila (hugmynd?) En þannig vinnur vondi kallinn – með því að hrætt fólk gerir ekkert,“ segir Vignir Rafn á Facebook.
Hann bendir svo Blikamönnum á að þeir séu að fara að keppa við þjóð sem hefur myrt um átta þúsund börn, jafnmörg og búa í Kópavogi, á síðustu vikum. „Þess má geta að á síðustu sjö vikum hafa yfir áttaþúsund börn verið myrt á Gaza. -það eru svona sirka öll börn á grunnskóla aldri í Kópavogi. Öll börn Kópavogs undir 15 ára dáin. Lestu þessa setningu aftur. Áfram Breiðablik?2