Konungsfjölskyldan í Sádí Arabíu lætur sér ekki nægja að kaupa fótboltamenn við lok ferils síns heldu færir sig neðar í aldri. Og peningar eru engin fyrirstaða. Nú hefur eitt af fjórum liðum í Sádí Arabísku deildinni sem fjárfestingarsjóður ríkisins á, og eru þar með í reynd í eigu konungsfjölskylduna sem á landið, lagt fram 300 milljón evru tilboð í Kylian Mbappe eða um 44 milljarða íslenska króna. Ef af kaupunum verður mun það slá út öll fyrri met. Aldrei hefur maður verið seldur fyrir annað eins fé.
Mbappe er vansæll hjá Paris St-Germain og vill fara frá félaginu eftir ár og helst til Real Madrid. Þá rennur samningur Mbappe út og þá fer hann að því sem kallast frjáls sala. Þá myndi PSG ekkert fá. Og laun Mbappe gætu þá orðið þess hærri, þar sem Real Madrid þyrfti ekkert að borga fyrir leikmanninn.
Nasser Al-Khelaifi, forstjóri PSG, vill alls ekki að þessi staða komi upp. PSG er í eigu furstafjölskyldunnar í Katar sem á auðvitað nóg af peningum, geta dælt þeim upp úr jörðinni eins og konungsfjölskyldan í Sádí Arabíu. En Katarar eru ekki til í að tapa peningum og vilja því þrönga fram sölu á Mbappe. Hann er til dæmis ekki í för með liðinu í keppnisferð til Asíu, sem er upphitun fyrir keppnistímabilið. Og talið er að eigendur PSG séu til að halda Mbappe utan vallar í allan vetur ef það þarf. Og þegar haft er í huga að á borðinu liggur tilboð upp á 48 milljarða króna er það kannski skiljanlegt. Ef Mbappe fer á frjálsri sölu næsta voru gufa þeir fjármunir upp.
Það hafa fleiri félög en Al-Hilal boðið í Mbappe, t.d. Chelsea, Manchester United, Tottenham, Inter Milan og Barcelona. En auðvitað ekki viðlíka upphæð. PSG hefur svarað tilboði Al-Hilal og gefið sitt leyfi fyrir að liðið ræði launamál við fótboltamanninn.
Í sumar hefur verið tilkynnt um för margra frægra fótboltamanna til Sádí Arabíu og þá einkum til fjögurra liða sem konungsfjölskyldan á. Karim Benzema samdi t.d. við meistara Al-Ittihad fyrir skömmu og Ruben Neves fór frá Wolves og Kalidou Koulibaly frá Chelsea til Al-Hilal og yrðu þá félagar Mbappe ef hann fellur fyrir laununum sem honum verður boðið.