Asil kemur til Íslands eftir áramót – Systkinin bráðvantar íbúð annars fer hún í fóstur

Asil J. Suleiman Almassri er komin í skjól á spítala í Belgíu þökk sé íslenskum ríkisborgararétt sem Alþingi veitti henni á dögunum. Saga hennar hefur vakið nokkra athygli en hún er einungis 17 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún mátt þola mikið en hún slasaðist alvarlega í loftárás Ísraelshers. Það varð til þess að nauðsynlegt var að fjarlægja af henni vinstri fótinn.

Bróðir hennar, Suli, býr á Íslandi og barðist fyrir því að hún fengi að koma í skjól á Íslandi. Margrét Gauja Magnúsdóttir greinir frá því á Facebook að hann sé á leið út til Belgíu að sækja hana heim. „Asil, litli Íslendingurinn okkar, er komin til Belgíu í skjól og er þar á spítala. Suli fer til hennar eftir áramót og þau koma heim 3. janúar. Nú vantar þeim systkinum íbúð til að búa saman í, annars fer Asil í fóstur þar sem hún er ennþá barn, en Suli vill auðvitað hafa hana hjá sér og hugsa um hana,“ segir Margrét Gauja.

Hún hvetur alla sem geta veit aðstoða að hafa samband við sig. „Íbúðin þarf ad vera á jarðhæð eða með lyftu þar sem Asil er í hjólastól. Suli er dásamlegur strákur, ein af þessum mannverum sem hjóla beint í hjartað þitt og fær mín og okkar allra, bestu meðmæli. 2-3 svefnherbergja íbúð væri draumur. Endilega hafið samband við mig ef þið vitið um eitthvað sem hentar. Má endilega deila. Gleðileg jól .“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí