Framtíð íslenskunnar má finna á Veðurstofunni

Þeir eru líklega fáir Íslendingarnir sem hafa ekki á einhverjum tímapunkti á síðustu mánuðum kvartað undan því að hafi ekki verið hægt að fá einhverja þjónustu án þess að tala ensku. Það er svo sem ekki furðulegt í ljósi þess að á aldrei hafa fleiri flutt til Íslands til að búa en á sama tíma starfar ríkisstjórn sem lætur sig ekkert varða að hjálpa þessu fólki að læra tungumálið. Þetta þarf ekki að vera svona og í raun er til dæmi um hvernig þetta ætti að vera. Það er Veðurstofa Íslands.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, starfsmaður þar, segir að þar sé venjan að tala íslensku þrátt fyrir marga starfsmenn sem eiga annað tungumál að móðurmáli. Meira að segja þeir sem hafa ensku að móðurmáli og er því oft latastir við að læra íslensku. „Til að vega á móti þeirri neikvæðni og svartsýni sem einkennir umfjöllun um framtíð íslenskunnar þá verð ég að deila með ykkur smá lýsingu af samfélaginu á vinnustað mínum, Veðurstofunni. Það er ekki nokkur vettvangur sem fyllir mig jafnmikilli bjartsýni varðandi framtíð tungumálsins,“ skrifar Salóme innan Facebook-hópsins Málvöndunarþátturinn.

Hún segir að það gefi augaleið að margir tali með hreim, en það sé nú alls ekki hræðilegt. „Á hverjum degi heyrist þar íslenska töluð með margskonar mismunandi hreim: enskum, bandarískum, ítölskum, hollenskum, norskum, pólskum, frönskum og þýskum, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki eru umræðuefnin ekki af einföldum toga, heldur oftar en ekki hávísindaleg og oft eru mikilvægar ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra umræðna. Vissulega er málfræðin ekki alltaf kórrétt, einstaklingar eru mislangt komnir í tungumálanámi sínu, missjálfstraustir gagnvart eigin málgetu og stundum þarf að sýna því tillit og skipta yfir á ensku, en allir finna hvata til að reyna sig við tungumálið,“ segir Salóme.

Hún segist ekki viss um hvað veldur þessu en grunar að stór ástæða sé einfaldlega hvatinn fyrir .þann erlenda hverju sinni. „Ég er náttúrulega ekki sjálf í þeirra sporum en ég get ímyndað mér að samfélag og hvatning þeirra á milli skili líka sínu. Ég heyri meira að segja tvo einstaklinga af erlendum uppruna tala sín á milli á íslensku í einkasamtali, jafnvel þótt annar hafi ensku að móðurmáli. Ég er svo stolt af mínum samstarfsfélögum og þau sýna mér á hverjum degi að íslenskan getur vel blómstrað.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí