Það er ekki bara á Íslandi sem árangur í PISA könnunum hefur hrunið á síðustu árum. Það á einnig við um Þýskaland, líkt og Ólafur Margeirsson hagfræðingur bendir á Facebook. Hann viðurkennir fúslega að hann sé enginn sérfræðingur í þessum efnum, en eitt veki þó athygli hans. Það sé að svo virðist sem árangur í PISA fari að minnka um það leyti sem snjallsímar urðu algengir í Þýskalandi.
Hann deilir mynd af árangri þýskra barna í PISA, sem sjá má hér fyrir neðan, og skrifar: „Nú er ég bara aumur hagfræðingur svo ég er að fara langt út fyrir mitt sérsvið með þessum pósti – og ef það er eitthvað sem ég pirrast út í þá er það þegar fólk verður Dunning-Kruger áhrifunum að bráð. En ég verð að viðurkenna að mér finnst grunsamlegt að toppurinn á útkomu mismunandi PISA kannana í Þýskalandi hafi verið um það leyti sem snjallsímar byrjuðu að vera almennir þar í landi.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.