Sleginn eftir stjórnarfund RÚV: „Í dag get ég ekki orða bundist“

„Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn.“

Þetta skrifar Mörður Áslaugarson á Facebook en hann segist hafa lagt fram tillögu um að Ísland myndi ekki taka þátt í Eurovision í ár vegna þátttöku Ísrael. Hann segir að sú tillaga hafi verið  slegin út af borðinu án þess að kosið yrði um hana. Mörður skrifar:

„Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovision: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“ Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“

Í stjórn RÚV sitja, ásamt þeim Merði og Margréti, eftirfarandi fólk: Silja Dögg Gunnarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Ingvar Smári Birgisson, Aron Ólafsson, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí