Má gefa kjúklingum aspirín? Taktu prófin frá PISA!

Á vef PISA-könnunarinnar kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna dæmin úr stærðfræðihluta könnunarinnar frá 2022, á ensku og frönsku. Þar er einnig að finna tvo hluta af fimm úr lestrarkönnuninni á íslensku. Þessir hlutar eru úr könnuninni 2018. Þó að vænta megi að dæmunum hafi verið breytt milli kannana er hugmyndin sú að prófa sömu hæfni með sama hætti milli ára, til að kannanirnar séu sambærilegar og greina megi þróun á hverju sviði.

Próf í lesskilningi

Lesendur geta spreytt sig á þeim hlutum könnunarinnar sem hafa birst á íslensku.

Í prófinu er lesandinn látinn spreyta sig á að leggja mat á ólík innlegg á spjallþræði.

Annar hlutinn grundvallast á textum af spjallsvæði á netinu um hvort óhætt er að gefa veikum kjúklingum aspirín. Hann hefst hér.

Í þessum hluta prófsins leggur nemandinn mat á upplýsingar úr bloggfærslu prófessors um Páskaeyju.

Hinn hlutinn fjallar um bloggfærslur prófessors nokkurs um rannsóknir sínar á Páskaeyju í Kyrrahafinu. Hann hefst hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí