Hrun í árangri íslenskra grunnskólanema: „Skýringin? Algjört agaleysi í notkun tölva og snjallsíma?“

Algjört hrun hefur átt sér stað í árangri íslenskra grunnskólanemenda í svokölluðum PISA-könnunum á örfáum árum. Árangur íslenskra nema hefur haldist nokkuð stöðugur milli ára um nokkurt skeið, þar til nú. Samanborið við árangur nemenda árið 2018 þá fengu íslenskir nemendur árið 2022 umtalsvert færri stig í öllum þremur flokkum sem PISA-könnunin mælir. Nú er staðan sú að árangur íslenskra nemenda er undir meðallagi OECD og talsvert á eftir öðrum Norðurlöndum í öllum þrem þáttum.  Könnunin mælir hæfni í lesskilningi, læsi á náttúruvísindi og læsi á stærðfræði.

RÚV greinir frá þessu en nýbúið er að birta niðurstöður PISA-könnunar sem gerð var meðal 15 ára unglinga árið 2022. Þar kemur fram að það virðist vera hafa orðið hrun á milli þessa ára í flestum löndum.  Hér er það þó skarpara og einnig var árangur íslenskra nemenda fyrir frekar sleppur miðað við nágrannalönd. Ástandið er verst á Íslandi hvað varðar lesskilning. Þannig eru einngis 60 prósent íslenskra nemenda með grunnfærni í lestri. Hlutfallið er um 74 prósent hjá hinum Norðurlöndunum. Versnandi lesskilningur íslenska barna hefur verið þróun sem hefur átt sér stað frá aldarmótum. Þó er ljóst að á síðustu árum hefur verið sérstaklega slæmt.

Árið 2000 fengu íslensk börn 507 stig í PISA-könnunn í lesskilningi, álíka mikið og á börn á Norðurlöndum. Það má segja að árangurinn fari sýnilega að versna upo úr efnahagshrunið 2008. Stigin voru orðin 483 árið 2012. Árið 2018 voru stingin orðin 474. Í fyrra fengu íslensk börn einungis 436 stig, um fimmtungi færri en um aldarmót.

En hvað veldur þessu hruni? Svo virðist í fljótu bragði sem það sé fyrst og fremst tvennt sem dregur Ísland niður: íslenskum drengjum sé illa sinnt og sömuleiðis börnum innflytjenda. Talsverður munur er á læsi drengja og stúlkna, en einungis 53 prósent stráka eru með grunnfærni í lestri miðað við 68 prósent stelpna. Svo standa börn af fyrstu kynslóð innflytjenda sig áberandi verr en sami hópur á Norðurlöndum. Raunar sýndi könnunin fram á að hér sé farið verr með innflytjendur en á Norðurlöndum, hér séu innflytjendur í áberandi lakari félags- og efnahagslegri stöðu.

En svo eru aðrir sem telja sig vita sökudólgin, þetta sé afleiðing af agaleysi i tölvumálum. Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifar þannig á Facebook: „Skýringin? Algjört agaleysi í notkun tölva og snjallsíma?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí