Þetta er konan sem Svanhildur og Bjarni eru að bola úr starfi

Sumir hafa lýst yfir ánægju sinni með að skipun Svanhildar Hólm Valsdóttir sem sendiherra í Bandaríkjunum þrátt fyrir að vera hvorki Sjálfstæðismenn né ómeðvitaðir um þá augljósu spillingu sem felst í skipun hennar. Sumir virðast eiga auðvelt með að horfa fram hjá spillingu ef sá sem nýtur hennar er frambærileg kona. Þetta fólk virðist ekki átta sig á því að Svanhildur er að hafa af annarri frambærilegri konu starfið, konu sem hafði verið skipuð á faglegum grundvelli en ekki vegna þess að hún vissi verstu leyndarmál ráðherra. Sú kona heitir Bergdís Ellertsdóttir og er núverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Hér er rétt að taka fram að ekkert hefur komið fram um hvort Bergdís hefði óskað sér að vera lengur sendiherra vestanhafs. Það má þó telja það líklegt því hún hefur ekki verið svo lengi í því starfi, hóf störf sumarið 2019. Ólíkt Svanhildi þá hefur hún gífurlega reynslu af utanríkisþjónustu, en Svanhildur hefur fyrst og fremst reynslu af tvennu: fjölmiðlum á Íslandi og pólitískum spuna á Íslandi. Hvorugt nokkuð sem myndi gagnast sendiherra verulega í starfi.

En hvaða reynslu hefur Bergdís? Æviágrip hennar á Wikipedia svara því ágætlega en þau hljóða svo:

„Bergdís Ellertsdóttir (f. 1962) er núverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hún var fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2018 til 2019. Hún hóf störf hjá utanríkisráðuneyti Íslands árið 1991 og hefur síðan þá unnið á fjölda vettvanga, meðal annars hjá NATÓ, EFTA og Evrópusambandinu. Hún hefur einnig gegnt stöðu sendiherra Íslands í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Sviss og San Marínó“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí