„Allt í senn vanvirðing, skammsýni og heimska“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir meirihlutanum í Reykjavík til syndanna í færslu á Facebook en hann segir að tvær nýlegar ákvarðanir hjá honum séu allt í senn vanvirðing, skammsýni og heimska. Þar á hann annars vegar við styttingu opnunartíma í sundi og svipta eldri borgara fríaðgangi að skíðasvæðum.

„Tvö mál hafa farið sérlega í taugarnar á mér, mál sem þykja ef til vill smá og ómerkileg en endurspegla ótrúlega skammsýni og mannfyrirlitningu. Þetta eru hvort tveggja sparnaðarmál borgarinnar. Hið fyrra er sú ákvörðun að skera klukkutíma af opnunartíma sundsstaða í borginni. Þetta er smáaurasparnaður en sýnir ótrúlegan vanskilning á hinu mikla hlutverki sem sundlaugarnar sinna í okkar menningu. Þetta snertir andlega og líkamlega heilsu fólks og er heimskuleg aðgerð í alla staði,“ segir Kristinn.

Hann veltir því svo fyrir sér hverjum hafa dottið hitt sparnaðarráðið í hug, að rukka eldri borgara sem vilja fara á skíði. „Hin sparnaðaraðgerðin er að svipta eldri borgara (67 ára og eldri) fríaðgangi að skíðasvæðum borgarinnar. Hvaða fávitagangur er það eginlega!? Hvernig dettur þessum mannvitsbrekkum í hug að ráðast með þessum hætti á þennan viðkvæma hóp sem samfélagið er í skuld við? Hvaða excel-snillingi tókst að reikna sig í að borgin gæti sótt stóra fjármuni í vasa eldra fólksins sem hefur enn heilsu til að sækja þessi útivistarsvæði (og viðhalda þar með heilsunni)? Þetta eru ekki smámál. Prinsippmál eru það aldrei. Þetta er allt í senn vanvirðing, skammsýni og heimska.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí