Meirihlutinn vildi ekki vinskap við Palestínu
Meirihlutinn í Reykjavík, sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn, hafnaði tilögu Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg myndi taka upp vinaborgarsamband við sveitarfélag í Palestínu. Sósíalistar studdu tillöguna með bókun, en höfðu ekki atkvæðisrétt.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vg, greinir frá þessu á Facebook. „Vonbrigði að meirihlutaflokkarnir hafi fellt tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg taki upp vinaborgarsamband við sveitarfélag í Palestínu, líkt og t.d. Norðmenn hafa mikla reynslu af. Ákvörðunin var m.a. réttlætt með því að erfitt kynni að reynast að koma á slíku sambandi vegna yfirstandandi átaka – en augljóslega var hernaðurinn einmitt kveikjan að tillögunni! Þarna misstum við af góðu tækifæri til að sýna samstöðu og skapa tengsl sem hefðu getað leitt gott af sér í framtíðinni,“ segir Stefán.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward